Fótbolti

Sagður hafa veðjað í þrígang gegn eigin liði

Ian Black.
Ian Black.
Ian Black, miðjumaður Glasgow Rangers, er ekkert í allt of góðum málum. Hann er sakaður um að hafa brotið reglur deildarinnar um veðmál í 160 skipti. Þar af á hann að hafa í þrígang veðjað gegn eigin liði.

Black er skoskur landsliðsmaður og kom til Rangers í fyrra eftir að hafa áður leikið með Inverness og Hearts.

Skoska knattspyrnusambandið hefur verið að skoða mál Black í nokkurn tíma en leikmenn deildarinnar mega ekki setja pening á leiki. Ekki einu sinni í Pepsi-deildinni.

Black hefur fram á mánudag til þess að svara ásökununum. Ef hann verður fundinn sekur á hann þunga refsingu yfir höfði sér. Þyngsta refsingin er brottvikning úr skoska boltanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×