Lífið

Losaði sig við barnakílóin á fimm mánuðum

Leikkonan Ali Larter segir það ekki hafa verið auðvelt að losna við kílóin sem hún þyngdist um á meðgöngunni þegar hún gekk með soninn Theodore árið 2010.

“Fullt af konum segja að kílóin hrynji af þeim þegar þær eru með barn á brjósti. En fyrir leikkonur eins og mig og Busy Philipps sem verða að fá sér köku við og við fara þessi kíló ekki á tveimur mánuðum. Ég þyngdist um tuttugu kíló. Það tók mig um það bil fimm mánuði að losa mig við þau með því að æfa mikið og borða hollan mat,” segir Ali í viðtali við tímaritið Health.

Með lítið utan á sér.
“Það er erfitt að ganga í augun á mér með því að sýna mér líkama sem ekki hefur gengið með barn. Eignastu barn og þá skulum við tala saman,” bætir Ali við.

Hlæjandi forsíðustúlka.
Þyngdist um 20 kíló á meðgöngunni.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.