Enski boltinn

Paul Lambert: Hvernig getur dómarinn misst af þessu?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Lambert ræðir við Kevin Friend dómara leiksins.
Paul Lambert ræðir við Kevin Friend dómara leiksins. Mynd/NordicPhotos/Getty
Paul Lambert, knattspyrnustjóri Aston Villa, var mjög ósáttur eftir 1-2 tap á móti Chelsea á Stamford Bridge í kvöld. Skotinn vildi bæði frá rautt spjald á Branislav Ivanovic, hetju Chelsea-liðsins, áður en Ivanovic skoraði sigurmarkið í leiknum sem og vítaspyrnu undir lok leiksins.

„Það er auðvelt að vera súr og svekktur eftir svona leik. Það gátu allir séð að Ivanovic gaf Christian Benteke olnbogaskot og þetta var hreint og beint rautt spjald," sagði Paul Lambert en Ivanovic fékk gult spjald fyrir brotið sem var á 71. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Ivanovic síðan sigurmarkið í leiknum.

„Við áttum líka að fá vítaspyrnu og það sáu líka allir. Dómarinn missti af tveimur risaatriðum í þessum leik. Hvernig getur hann misst af svona stórum atriðum? Ég skil það ekki," sagði svekktur Paul Lambert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×