Lífið

Þetta hús er þitt fyrir níu milljarða

Söngkonan Celine Dion er búin að setja glæsihýsi sitt á Flórída á sölu. Ásett verð er hvorki meira né minna en 75,5 milljónir dollarar, rúmir níu milljarðar króna.

Celine eyðir minna en mánuði á heimilinu á ári þar sem hún hefur nú aðsetur í Las Vegas. Þar skemmtir hún í Cesar’s Palace og hefur samningur hennar verið framlengdur til ársins 2019. Frítímanum eyðir hún síðan í Montreal í Kanada.

Höll - ekki hús.
Celine og eiginmaður hennar Rene Angelil létu byggja heimilið rétt áður en þau eignuðust tvíburana Nelson og Eddie fyrir þremur árum. Húsið er búið fimm svefnherbergjum og er baðherbergi innangengt í þeim öllum. Þá fylgir húsinu einnig gestahús með átta svefnherbergjum, tennisvöllur, golfvöllur, þrjár sundlaugar og bílskúr sem getur hýst allt að sjö bíla.

Ætli þau nái að selja?
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.