Lífið

Búin að henda eiginmanninum út

Raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian er búin að henda eiginmanni sínum, körfuboltamanninum Lamar Odom, út.

Mikið hefur verið skrifað um að hjónaband þeirra sé í molum eftir að tvær konur héldu því fram að Lamar hefði haldið framhjá Khloe með sér.

Giftu sig í september árið 2009.
Samkvæmt fréttasíðunni TMZ henti Khloe Lamar út því hún heldur að hann glími við fíkniefnavanda. Kardashian-fjölskyldan reyndi að fá Lamar til að fara í meðferð fyrr í vikunni en hann neitaði.

Þessi maður sást bera töskur út af heimili Khloe og Lamar og setja í skott bifreiðar sem er í eigu körfuboltagoðsins.
Khloe fékk eiginmann sinn til að fara í meðferð í ágúst á síðasta ári. Hann hélt sér edrú og spilaði vel á síðustu leiktíð með Los Angeles Clippers. Nú er hann hins vegar dottinn í það aftur. Hvorki Khloe né Lamar hafa tjáð sig um málið.

Ná vonandi að leysa úr sínum málum.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.