Lífið

Ekki nota orð eins og feit, horuð og megrun

Fyrirsætan Robyn Lawley er fræg fyrir línurnar sínar og er hún ein þekktasta fyrirsæta í yfirstærð í heiminum. Hún er mjög óánægð með að svo mikið sé einblínt á holdafar stúlkna.

“Línur skapa ekki konuna. Það að segja að það að vera horaður sé ljótt ætti ekki að vera meira samþykkt en að segja að það að vera feitur sé ljótt. Þetta hefur þau áhrif að konur fá þyngdina á heilann í staðinn fyrir að undirstrika kosti sína eins og gáfur, styrkleika og vald. Við ættum að vera reiðar yfir launamun og að við fáum ekki sömu tækifæri og karlmenn en það er stanslaust verið að segja okkur að við séum ekki nógu mjóar eða nógu mjúkar,” segir Robyn sem er 24ra ára.

Robyn er í stærð 16 sem er talin yfirstærð í tískuheiminum.
“Sjáið tískusýningar. Við þurfum fjölbreytni í aldri og þjóðerni. Á tískupöllunum eru bara mjög mjóar, hvítar, sextán ára stelpur og það þarf að breytast. Ég les tímarit, horfi á sjónvarpsþætti og fylgist með greinum um stjörnurnar eins og allir aðrir. Ég er ekki ónæm fyrir því þó ég sé fyrirsæta. Ég veit að þessar greinar hafa hræðileg áhrif á ungar stúlkur. Ekki nota orð eins og feit, horuð og megrun. Segðu dóttur þinni að þú elskir líkama hennar eins og hann er.”

Með bein í nefinu.
Robyn er komin með nóg af útlitsdýrkun.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.