Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Keflavík 2-3 | Mikilvæg þrjú stig hjá Keflavík Sigmar Sigfússon á Laugardalsvelli skrifar 26. ágúst 2013 18:30 Mynd/Daníel Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttu Pepsi-deildar karla í kvöld þegar þeir unnu 3-2 sigur á bikarmeisturum Fram í Laugardalnum. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Laugardalnum í kvöld og tók þessar skemmtilegu myndir hér fyrir ofan. Keflavíkurliðið er nú með fjórum stigum meira en Ólafsvíkur-Víkingar sem sitja eins og er í næstneðsta sæti deildarinnar. Framarar hafa tapað báðum leikjum sínum síðan að þeir unnu bikarinn og eru nú að sogast niður í fallbaráttuslaginn í deildinni. Einar Orri Einarsson og Bojan Stefán Ljubicic (víti) komu Keflavík í 2-0 og Hörður Sveinsson skoraði síðan þriðja markið eftir að Viktor Bjarki Arnarsson minnkaði muninn ím 2-1. Haukur Baldvinsson minnkaði muninn í 2-3 en nær komust Framarar ekki og Keflvíkingar lönduðu gríðarlega mikilvægum sigri. Fyrri hálfleikur var nokkuð líflegur og bæði lið sköpuðu sér fín færi. Hjá Fram var Kristinn Ingi Halldórsson duglegur að koma sér í færi en það vantaði örlítið upp á gæðin til þess að klára þau. Gestirnir frá Keflavík voru þó sterkari í fyrri hálfleik og léku vörn Framara oft á tíðum grátt. Bojan Stefán Ljubicic, leikmaður Keflavíkur, virkaði sprækur í upphafi leiks sem og Jóhann Birnir. Keflvíkingar skoruðu fyrsta mark leiksins á 24. mínútu. Þar var að verki Einar Orri Einarsson en hann fékk sendingu í gegnum vörnina og var einn á auðum sjó. Hann kláraði færið af stakri snilld. Eftir markið voru gestirnir meira með boltann en fyrri hálfleik lauk með 0-1 forystu Suðurnesjapilta. Seinni hálfleikur var hrein skemmtun einnig. Keflvíkingar voru sterkari og sköpuðu sér mörg ákjósanleg færi. Annað markið kom úr smiðju gestanna og kom það úr vítaspyrnu. Ray Anthony Jónsson var þá felldur inn í teig á 55. mínútu og Guðmundur Ársæll, dómari leiksins, leit til hliðar á aðstoðardómarann sem veifaði flagginu. Bojan Stefán fór á punktinn og skoraði örugglega. Heimamenn neituðu að gefast upp og skoruðu þriðja mark leiksins á 61. mínútu. Viktor Bjarki Arnarsson skoraði þá glæsilegt mark fyrir utan teig með föstu skoti sem söng í netinu. Keflvíkingar voru heilt yfir sterkari í leiknum og skoruðu þeir fjórða markið. Hörður Sveinsson fékk þá boltann inn í teignum beint fyrir framan markið og lagði hann framhjá Ögmundi í markinu á snyrtilegan hátt. Hörður var öflugur fyrir Keflavík í þessum leik og kom sér oft í færi. Framarar minnkuðu muninn aðeins tveimur mínútum seinna með marki frá Hauki Baldvinssyni. En nær komust heimamenn í Fram ekki og Gestirnir hirtu öll stigin þrjú sem í boði voru. Keflvíkingar eru á miklu skriði um þessar mundir og hafa náð sjö stigum í síðustu þremur leikjum. Þar af eru fjögur þeirra á síðustu fjórum dögum. Kristján: Mér fannst við hafa leikinn alveg frá upphafi„Við erum á pari við markmiðið sem við settum upp á milli landsleikjanna. Fjögur stig á síðustu fjórum dögum er mjög gott. Við eigum einn leik eftir í þeirri markmiðasetningu, skulum sjá hvernig það endar,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur, augljóslega ánægður eftir leikinn. „Þú býrð til eitthvað jákvætt úr þeirri stöðu sem þú lendir í. Að verða strandaglópar út í Eyjum þjappaði hópinn saman og býr til skemmtilegar minningar. Bæði í sundlauginni og inn á hóteli í spurningakeppnum sem ég held að ég hafi unnið,“ sagði Kristján léttur. „Mér fannst byrjunin á leiknum mjög slök. Hún var mjög hæg en við vissum að við værum að fara í hægan leik. Slakar sendingar hjá báðum liðum. Í seinni hálfleik var þetta mun opnara og mér fannst við hafa leikinn alveg frá upphafi í rauninni. Þótt að það hafi komið smá pressa á okkur í lokin fannst mér við alveg vera með þetta.“ Sagði Kristján að lokum. Ríkharður: Ég vildi fá víti í lok leiksins„Það situr í mér fyrsta markið sem þeir skora. Frá okkar bæjardyrum séð var Einar Orri rangstæður. Það var enginn bláklæddur fyrir aftan og ég spyr bara hver það var sem spilaði hann réttstæðan? Það var lítið um svör. En ég ætla að vona að þessi ákvörðun sé rétt hjá honum því annars held ég að við séum að setja einhver met í dómgæslumálum,“ sagði Ríkharður Daðason þjálfari Fram eftir leikinn. Finnst þér hafa hallað á ykkur í síðustu leikjum? „Já mér finnst það. Dæmd vítaspyrna á okkur í bikarúrslitum þar sem maðurinn var fyrir utan teig. Í Valsleiknum á undan var dæmt víti á okkur þar sem sparkað var upp í höndina á varnarmanninum af 30 cm færi sem á aldrei að dæma á. Við vorum svo rændir af víti í kjölfarið svo það má segja að það hafi hallað örlítið á okkur,“ sagði Ríkharður svekktur eftir leikinn. „Það má ekki halda utan um menn í vörn og því vildi ég fá víti í lok leiksins. En við vorum alltof værukærir í seinni hálfleik og við töpuðum leiknum á því.“ Sagði Ríkharður að lokum. Einar Orri: Ég hafði tíma til þess að kíkja á línuvörðinn„Ég er klárlega nokkuð ánægður með þessi úrslit. Þetta var erfið fæðing sem loksins skilaði sér. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið allan tímann öruggt. Það kom alltaf pressa á okkur en við unnum svona tiltölulega þægilega,“ Sagði Einar Orri Einarsson, leikmaður Keflavíkur, sem skoraði fyrsta mark leiksins. „Við erum búnir að vera vinna að ákveðnum markmiðum og við erum ekkert búnir að missa einbeitinguna af þeim. Loksins fór það að skila sér og við misstum aldrei trúna á verkefninu,“ „Ég skora ekki á hverjum degi og hvað þá með vinstri. Ég hef þó lengi haldið því fram að ég eigi að vera í holunni og fá boltann í svona stöðu. Það er kannski kominn tími á að þjálfarinn sjái það,“ Hvernig var aðdragandinn að markinu? „Ég var í rólegheitunum að skokka tilbaka þegar boltinn barst óvænt til mín. Ég hafði tíma til þess að kíkja á línuvörðinn mér fannst það svo ólíklegt að ég væri réttstæður. Ég var þá einn og óvaldaður og skoraði mjög skemmtilegt mark.“ Sagði Einar Orri sem átti frábæran leik fyrir sitt lið í kvöld.Mynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/Daníel Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttu Pepsi-deildar karla í kvöld þegar þeir unnu 3-2 sigur á bikarmeisturum Fram í Laugardalnum. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Laugardalnum í kvöld og tók þessar skemmtilegu myndir hér fyrir ofan. Keflavíkurliðið er nú með fjórum stigum meira en Ólafsvíkur-Víkingar sem sitja eins og er í næstneðsta sæti deildarinnar. Framarar hafa tapað báðum leikjum sínum síðan að þeir unnu bikarinn og eru nú að sogast niður í fallbaráttuslaginn í deildinni. Einar Orri Einarsson og Bojan Stefán Ljubicic (víti) komu Keflavík í 2-0 og Hörður Sveinsson skoraði síðan þriðja markið eftir að Viktor Bjarki Arnarsson minnkaði muninn ím 2-1. Haukur Baldvinsson minnkaði muninn í 2-3 en nær komust Framarar ekki og Keflvíkingar lönduðu gríðarlega mikilvægum sigri. Fyrri hálfleikur var nokkuð líflegur og bæði lið sköpuðu sér fín færi. Hjá Fram var Kristinn Ingi Halldórsson duglegur að koma sér í færi en það vantaði örlítið upp á gæðin til þess að klára þau. Gestirnir frá Keflavík voru þó sterkari í fyrri hálfleik og léku vörn Framara oft á tíðum grátt. Bojan Stefán Ljubicic, leikmaður Keflavíkur, virkaði sprækur í upphafi leiks sem og Jóhann Birnir. Keflvíkingar skoruðu fyrsta mark leiksins á 24. mínútu. Þar var að verki Einar Orri Einarsson en hann fékk sendingu í gegnum vörnina og var einn á auðum sjó. Hann kláraði færið af stakri snilld. Eftir markið voru gestirnir meira með boltann en fyrri hálfleik lauk með 0-1 forystu Suðurnesjapilta. Seinni hálfleikur var hrein skemmtun einnig. Keflvíkingar voru sterkari og sköpuðu sér mörg ákjósanleg færi. Annað markið kom úr smiðju gestanna og kom það úr vítaspyrnu. Ray Anthony Jónsson var þá felldur inn í teig á 55. mínútu og Guðmundur Ársæll, dómari leiksins, leit til hliðar á aðstoðardómarann sem veifaði flagginu. Bojan Stefán fór á punktinn og skoraði örugglega. Heimamenn neituðu að gefast upp og skoruðu þriðja mark leiksins á 61. mínútu. Viktor Bjarki Arnarsson skoraði þá glæsilegt mark fyrir utan teig með föstu skoti sem söng í netinu. Keflvíkingar voru heilt yfir sterkari í leiknum og skoruðu þeir fjórða markið. Hörður Sveinsson fékk þá boltann inn í teignum beint fyrir framan markið og lagði hann framhjá Ögmundi í markinu á snyrtilegan hátt. Hörður var öflugur fyrir Keflavík í þessum leik og kom sér oft í færi. Framarar minnkuðu muninn aðeins tveimur mínútum seinna með marki frá Hauki Baldvinssyni. En nær komust heimamenn í Fram ekki og Gestirnir hirtu öll stigin þrjú sem í boði voru. Keflvíkingar eru á miklu skriði um þessar mundir og hafa náð sjö stigum í síðustu þremur leikjum. Þar af eru fjögur þeirra á síðustu fjórum dögum. Kristján: Mér fannst við hafa leikinn alveg frá upphafi„Við erum á pari við markmiðið sem við settum upp á milli landsleikjanna. Fjögur stig á síðustu fjórum dögum er mjög gott. Við eigum einn leik eftir í þeirri markmiðasetningu, skulum sjá hvernig það endar,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur, augljóslega ánægður eftir leikinn. „Þú býrð til eitthvað jákvætt úr þeirri stöðu sem þú lendir í. Að verða strandaglópar út í Eyjum þjappaði hópinn saman og býr til skemmtilegar minningar. Bæði í sundlauginni og inn á hóteli í spurningakeppnum sem ég held að ég hafi unnið,“ sagði Kristján léttur. „Mér fannst byrjunin á leiknum mjög slök. Hún var mjög hæg en við vissum að við værum að fara í hægan leik. Slakar sendingar hjá báðum liðum. Í seinni hálfleik var þetta mun opnara og mér fannst við hafa leikinn alveg frá upphafi í rauninni. Þótt að það hafi komið smá pressa á okkur í lokin fannst mér við alveg vera með þetta.“ Sagði Kristján að lokum. Ríkharður: Ég vildi fá víti í lok leiksins„Það situr í mér fyrsta markið sem þeir skora. Frá okkar bæjardyrum séð var Einar Orri rangstæður. Það var enginn bláklæddur fyrir aftan og ég spyr bara hver það var sem spilaði hann réttstæðan? Það var lítið um svör. En ég ætla að vona að þessi ákvörðun sé rétt hjá honum því annars held ég að við séum að setja einhver met í dómgæslumálum,“ sagði Ríkharður Daðason þjálfari Fram eftir leikinn. Finnst þér hafa hallað á ykkur í síðustu leikjum? „Já mér finnst það. Dæmd vítaspyrna á okkur í bikarúrslitum þar sem maðurinn var fyrir utan teig. Í Valsleiknum á undan var dæmt víti á okkur þar sem sparkað var upp í höndina á varnarmanninum af 30 cm færi sem á aldrei að dæma á. Við vorum svo rændir af víti í kjölfarið svo það má segja að það hafi hallað örlítið á okkur,“ sagði Ríkharður svekktur eftir leikinn. „Það má ekki halda utan um menn í vörn og því vildi ég fá víti í lok leiksins. En við vorum alltof værukærir í seinni hálfleik og við töpuðum leiknum á því.“ Sagði Ríkharður að lokum. Einar Orri: Ég hafði tíma til þess að kíkja á línuvörðinn„Ég er klárlega nokkuð ánægður með þessi úrslit. Þetta var erfið fæðing sem loksins skilaði sér. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið allan tímann öruggt. Það kom alltaf pressa á okkur en við unnum svona tiltölulega þægilega,“ Sagði Einar Orri Einarsson, leikmaður Keflavíkur, sem skoraði fyrsta mark leiksins. „Við erum búnir að vera vinna að ákveðnum markmiðum og við erum ekkert búnir að missa einbeitinguna af þeim. Loksins fór það að skila sér og við misstum aldrei trúna á verkefninu,“ „Ég skora ekki á hverjum degi og hvað þá með vinstri. Ég hef þó lengi haldið því fram að ég eigi að vera í holunni og fá boltann í svona stöðu. Það er kannski kominn tími á að þjálfarinn sjái það,“ Hvernig var aðdragandinn að markinu? „Ég var í rólegheitunum að skokka tilbaka þegar boltinn barst óvænt til mín. Ég hafði tíma til þess að kíkja á línuvörðinn mér fannst það svo ólíklegt að ég væri réttstæður. Ég var þá einn og óvaldaður og skoraði mjög skemmtilegt mark.“ Sagði Einar Orri sem átti frábæran leik fyrir sitt lið í kvöld.Mynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/Daníel
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira