Raddir fortíðar lifnuðu við á menningarnótt Ellý Ármanns skrifar 26. ágúst 2013 16:00 Ljósmyndari: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl Meðfylgjandi myndir voru teknar í Þjóðminjasafni Íslands á menningarnótt þegar Heiðdís Einarsdóttir meistaranemi í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands var með viðburð sem hún nefndi Raddirfortíðar. Viðburðurinn er hluti af lokaverkefni Heiðdísar en verkefnið byggir á grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands og var viðburðurinn leiðsögn um grunnsýninguna Þjóð verður til með leikrænu ívafi þar sem valdir hlutar sögunnar og sýningarinnar voru teknir út og þeim veitt athygli.„Hugmyndin var að beina sjónum að þáttum sem eru minna áberandi í sögunni og grunnsýningu safnsins," segir Heiðdís spurð um verkefnið.„Gestir Þjóðminjasafnsins fengu að fræðast frá fyrstu hendi hvernig Auður Djúpúðga þurfti að marka sér land á annan hátt en aðrir landnámsmenn. Víkingafjölskylda sást á vappi og ung víkingamóðir sagði frá útburði barna. Munkar birtust og kyrjuðu munkasöng en sönghópinn Mr. Norrington tók að sér hlutverk miðaldamunka. Galdrakonu einni var ljáð rödd í sýningunni og fræddi hún gesti um hvernig tilberi er búinn til. Og í stað Jón Sigurðssonar fékk eiginkona hans, Ingibjörg Einarsdóttir að njóta sín með eigin frásögn," segir Heiðdís.Verkefnið var unnið í fullri samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og fékk Heiðdís með góðum vilja að nota safnið sem leiksvið fyrir viðburðinn. Með aðstoð vina og vandamanna, sem tóku að sér ýmiskonar hlutverk, heppnaðist sýningin mjög vel. Var viðburðurinn fluttur tvisvar sinnum og var vel sóttur í bæði skiptin. Tuttugu manns tóku þátt í viðburðinum þar af ellefu börn og unglingar á aldrinum 4 – 16 ára sem stóðu sig með mikilli prýði að sögn Heiðdísar.Flestir leikaranna þurftu að skipa um búninga á meðan sýningu stóð þar sem þeir áttu hlutverk á báðum hæðum grunnsýningarinnar. Sýningin var mikil umfangs þar sem tímabilið frá landnámi og til loka 20. aldar var til umfjöllunar á einungis 35 mínútum.Heiðdís fékk engan annan en Kristján Þ. Jónsson fyrrum skipherra Landhelgisgæslunnar til að vera fulltrúi Þorskastríðsins.Smelltu á efstu myndina í frétt til að skoða albúmið í heild sinni.19. aldar kona og börn.Heiðdís Einarsdóttir með leikurum að sýningu lokinni.Heiðdís segir hér frá landnámi með Auði Djúpuðgu sér til halds og trausts.Kristján ásamt Sigurlaugu dóttur sinni, Elvari tengdasyni og barnabörnum.Mæðgurnar Sara Lind Elvarsdóttir og Sigurlaug Kristjánsdóttir.Tjörvi Einarsson sem sjómaður. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Meðfylgjandi myndir voru teknar í Þjóðminjasafni Íslands á menningarnótt þegar Heiðdís Einarsdóttir meistaranemi í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands var með viðburð sem hún nefndi Raddirfortíðar. Viðburðurinn er hluti af lokaverkefni Heiðdísar en verkefnið byggir á grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands og var viðburðurinn leiðsögn um grunnsýninguna Þjóð verður til með leikrænu ívafi þar sem valdir hlutar sögunnar og sýningarinnar voru teknir út og þeim veitt athygli.„Hugmyndin var að beina sjónum að þáttum sem eru minna áberandi í sögunni og grunnsýningu safnsins," segir Heiðdís spurð um verkefnið.„Gestir Þjóðminjasafnsins fengu að fræðast frá fyrstu hendi hvernig Auður Djúpúðga þurfti að marka sér land á annan hátt en aðrir landnámsmenn. Víkingafjölskylda sást á vappi og ung víkingamóðir sagði frá útburði barna. Munkar birtust og kyrjuðu munkasöng en sönghópinn Mr. Norrington tók að sér hlutverk miðaldamunka. Galdrakonu einni var ljáð rödd í sýningunni og fræddi hún gesti um hvernig tilberi er búinn til. Og í stað Jón Sigurðssonar fékk eiginkona hans, Ingibjörg Einarsdóttir að njóta sín með eigin frásögn," segir Heiðdís.Verkefnið var unnið í fullri samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og fékk Heiðdís með góðum vilja að nota safnið sem leiksvið fyrir viðburðinn. Með aðstoð vina og vandamanna, sem tóku að sér ýmiskonar hlutverk, heppnaðist sýningin mjög vel. Var viðburðurinn fluttur tvisvar sinnum og var vel sóttur í bæði skiptin. Tuttugu manns tóku þátt í viðburðinum þar af ellefu börn og unglingar á aldrinum 4 – 16 ára sem stóðu sig með mikilli prýði að sögn Heiðdísar.Flestir leikaranna þurftu að skipa um búninga á meðan sýningu stóð þar sem þeir áttu hlutverk á báðum hæðum grunnsýningarinnar. Sýningin var mikil umfangs þar sem tímabilið frá landnámi og til loka 20. aldar var til umfjöllunar á einungis 35 mínútum.Heiðdís fékk engan annan en Kristján Þ. Jónsson fyrrum skipherra Landhelgisgæslunnar til að vera fulltrúi Þorskastríðsins.Smelltu á efstu myndina í frétt til að skoða albúmið í heild sinni.19. aldar kona og börn.Heiðdís Einarsdóttir með leikurum að sýningu lokinni.Heiðdís segir hér frá landnámi með Auði Djúpuðgu sér til halds og trausts.Kristján ásamt Sigurlaugu dóttur sinni, Elvari tengdasyni og barnabörnum.Mæðgurnar Sara Lind Elvarsdóttir og Sigurlaug Kristjánsdóttir.Tjörvi Einarsson sem sjómaður.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira