Lífið

Lækkar verðið um 84 milljónir

Söngkonan Jessica Simpson setti glæsihýsi sitt í Beverly Hills á markaðinn í maí. Ekkert hefur gengið að selja þannig að hún hefur lækkað verðið um sjö hundruð þúsund dollara, rúmlega 84 milljónir króna.

Nú vill Jessica fá 7,295 dollara fyrir húsið, tæplega níu hundruð milljónir króna.

Fjölskyldan í göngutúr.
Jessica, sem á soninn Maxwell, fimmtán mánaða, og soninn Ace, tveggja mánaða, með unnusta sínum Eric Johnson, vill ólm losna við eignina eftir að hún flutti með fjölskyldu sinni í í glæsilegt hús í Los Angeles sem var eitt sinn í eigu Sharon og Ozzy Osbourne.

Jessica og Eric eru búin að vera dugleg að fjölga sér.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.