Enski boltinn

Messan: Aron Einar útvegaði Gulla treyju Joe Hart | Myndband

Aron Einar Gunnarsson skoraði fyrsta mark Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í 3-2 sigri á Manchester City um helgina.

Aron Einar var í símaviðtali í Messunni í gærkvöldi. Guðmundur Benediktsson stýrði þættinum en gestir að þessu sinni voru Bjarni Guðjónsson og Gunnleifur Gunnleifsson.

Aron Einar og Gunnleifur þekkjast vel úr íslenska landsliðinu en þess utan er sá síðarnefndi harður stuðningsmaður Manchester City. Spurður hvort Aron Einar vildi koma einhverjum skilaboðum á framfæri til Gunnleifs sagði miðjumaðurinn léttur:

„Segðu honum að svara í símann næst þegar ég klára City,“ sagði Aron. Greinilegt er að þeim félögum er vel til vina enda ljóstraði landsliðsfyrirliðinn því upp að Gunnleifur ætti von á glaðningi næst þegar þeir hittust í landsliðinu.

Hægt er að sjá símaviðtalið úr Messunni í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×