Innlent

Íslensk lögregluyfirvöld fá aðgang að læstum Facebook síðum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Facebook hefur gefið íslenskum lögregluyfirvöldum aðgang að læstri Facebook síðu. Stenst ekki lög ef það er ekki dómsúrskurður jafnframt segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður.
Facebook hefur gefið íslenskum lögregluyfirvöldum aðgang að læstri Facebook síðu. Stenst ekki lög ef það er ekki dómsúrskurður jafnframt segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. mynd/365
Íslensk lögregluyfirvöld hafa einu sinni óskað eftir og fengið aðgang að læstri Facebook síðu. Þetta kemur fram í skýrslu um upplýsingar sem Facebook gefur til yfirvalda í heiminum.

Skýrslan kom út í dag og er þetta í fyrsta skipti sem Facebook gefur út slíkar upplýsingar. En í skýrslunni kemur fram að samtals hafi verið óskað eftir aðgangi að 38 þúsund Facebook síðum í heiminum.

Skýrslan nær til tilvika fyrst sex mánaða þessa árs. Flestar beiðnirnar koma frá Bandarískum yfirvöldum eða um 11 til 12 þúsund og varða beiðnirnar um 20 þúsund notendur.

11 beiðnir hafa komið frá Danmörku og 16 frá Noregi.

Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttalögmaður sagði í samtali við fréttastofu nú í kvöld að hann hefði ekki heyrt af því áður að Facebook væri notað við lögreglurannsóknir. En sagði að hans afstaða í málinu væri sú að lögreglan yrði jafnframt að fá dómsúrskurð til þess að fá að skoða síðurnar.

Ragnar sagði að ef enginn úrskurði lægi fyrir, stæðist þetta ekki lög.

Við vinnslu fréttarinnar náðist ekki í yfirmenn hjá lögreglunni til að kanna hvort að dómsúrskurður hefði verið fenginn í þessu máli þar sem lögreglan fékk aðgang að læstri síðu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×