Lífið

Safnar fyrir Playboyferð

Ellý Ármanns skrifar
Arna Bára Karlsdóttir 25 ára hárgreiðslukona sem sigraði nóvemberkeppni á vegum Playboy sem kallast Miss Social í fyrra vetur leitast nú við að koma sér á framfæri í Mexíkó. Hún hefur sett af stað söfnun þar sem hún lofar árituðum myndum af sér fyrir þá sem veita henni fjárhagslegan stuðning.

Mynd/Kim Brown
„Mér finnst rosalega leiðinlegt að biðja um hjálp og mjög erfitt en ég er með mikið af aðdáendum sem vilja sjá mér ganga vel og sjá fleiri flottar myndir af mér," segir Arna Bára spurð um söfnunina sem hún setti af stað í morgun.

Fær mikið af beiðnum um áritaðar myndir

„Ég er líka með myndir sem ég sendi til þeirra sem styrkja og alls konar svoleiðis. Aðrir eru bara að gefa vegna þess að þeim finnst gaman að gefa. Ég hef fengið mikið af beiðnum um áritaðar myndir og núna er ég að gefa þeim tækifæri sem vilja að fá svoleiðis,"segir Arna.

„Þetta er viðburður þar sem Playboy, Maxim, FHM og önnur heimsfræg tímarit fara á. Þar sem heimsfræg módel og ljósmyndarar hittast og keppa í alls konar keppnum og hafa líka gaman saman," útskýrir hún. 

Mynd/Gísli Jóhann Grétarsson
Vill sýna sig og sanna

„Það er mikið af tækifærum og tengslum sem maður getur fengið út á þetta. Black Tape Project mun taka upp fyrirsæturnar. Það verða margar módel umboðsskrifstofur sem eru að leita að módelum í alls konar verkefni og munu ráða á staðnum. Þar sem ég missti af myndatökunni í New York fyrir Playboy Mexíkó vegna vesens á módelstofunni í Philly þá langar mig rosalega mikið að fara og sýna mig og sanna." 

„En til að bóka 5 stjörnu hótelið þar sem viðburðurinn fer fram og hár og make-up og allt sem eventinu fylgir þá kostar það 1000 bandaríkjadollara fyrir utan flugið og allt sem þarf að kaupa og gera og græja fyrir ferðina," svarar Arna spurð um kostnaðinn.

„Þetta verður allt ljósmyndað og tekið upp þannig að ef einhver vill sponsa þá get ég auglýst það fyrirtæki þarna úti og á síðunum mínum," segir Arna að lokum. 

Hér safnar Arna styrkjum.

Viðburðurinn sem Arna Bára er að safna fyrir.
Hér er önnur auglýsing.
Arna Bára er á Facebook






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.