"Foreldrar mínir vissu aldrei af eineltinu því að skólinn hringdi aldrei“ Hrund Þórsdóttir skrifar 28. ágúst 2013 18:45 Þær Valgerður Fjölnisdóttir og Kristbjörg Víðisdóttir sitja í Ungmennaráði Hafnarfjarðar, sem ályktað hefur um hvernig taka ætti á eineltismálum. Þær segja stöðuna slæma. „Hún er mjög mismunandi eftir skólum, til dæmis í Hafnarfirði, en er í rauninni bara mjög slæm almennt finnst mér á Íslandi,“ segir Valgerður. „Já, það er voða lítið tekið á eineltinu,“ bætir Kristbjörg við. Þær segja mest um einelti í grunnskólum en það sé þó að finna alls staðar. „Við unnum báðar í Jafningjafræðslu Hafnarfjarðar í sumar og þá sáum við hvað eineltið er oft leynt í umhverfinu. Krakkarnir jafnvel átta sig ekki á því þegar þeir verða fyrir einelti og skilja ekki vanlíðan sem þau upplifa í skólanum,“ segir Valgerður. Stelpurnar segja að stundum geri gerendur sér heldur ekki grein fyrir gjörðum sínum og mikilvægt sé að benda þeim á að þeir séu að leggja aðra í einelti. Þá eigi ekki að reyna að leysa eineltismál án aðkomu forráðamanna þolenda og gerenda. Kristbjörg varð fyrir einelti á netinu og stelpurnar segja umburðarlyndi gagnvart því mikið. Krakkar búist við að vera níddir á netinu og sætti sig við það. Valgerður þurfti að skipta um skóla vegna eineltis sem hún varð fyrir og hún segir áherslu á þolendur of mikla. „Í mínu tilfelli gerðu skólayfirvöld í rauninni ekkert. Foreldrar mínir vissu aldrei af eineltinu því að skólinn hringdi aldrei. Það þarf að leggja áherslu á gerendur og vinna með þeim, því þeir eiga oft við stærri vandamál að stríða en þolandinn,“ segir hún. Þær segja mikilvægt að standa með þolendum eineltis og koma þeim sem séu utanveltu inn í hópinn. Þá þurfi að fylgja eineltismálum betur eftir. „Fyrir eina móðgun þá þarftu hundrað hrós þannig að þótt það sé hætt að stríða þér verður þú alltaf með ör á sálinni ef þú hefur lent í einelti,“ segir Valgerður og Kristbjörg tekur undir. „Þetta er bara eins og krumpað blað, þú nærð aldrei að slétta alveg úr því.“ Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þær Valgerður Fjölnisdóttir og Kristbjörg Víðisdóttir sitja í Ungmennaráði Hafnarfjarðar, sem ályktað hefur um hvernig taka ætti á eineltismálum. Þær segja stöðuna slæma. „Hún er mjög mismunandi eftir skólum, til dæmis í Hafnarfirði, en er í rauninni bara mjög slæm almennt finnst mér á Íslandi,“ segir Valgerður. „Já, það er voða lítið tekið á eineltinu,“ bætir Kristbjörg við. Þær segja mest um einelti í grunnskólum en það sé þó að finna alls staðar. „Við unnum báðar í Jafningjafræðslu Hafnarfjarðar í sumar og þá sáum við hvað eineltið er oft leynt í umhverfinu. Krakkarnir jafnvel átta sig ekki á því þegar þeir verða fyrir einelti og skilja ekki vanlíðan sem þau upplifa í skólanum,“ segir Valgerður. Stelpurnar segja að stundum geri gerendur sér heldur ekki grein fyrir gjörðum sínum og mikilvægt sé að benda þeim á að þeir séu að leggja aðra í einelti. Þá eigi ekki að reyna að leysa eineltismál án aðkomu forráðamanna þolenda og gerenda. Kristbjörg varð fyrir einelti á netinu og stelpurnar segja umburðarlyndi gagnvart því mikið. Krakkar búist við að vera níddir á netinu og sætti sig við það. Valgerður þurfti að skipta um skóla vegna eineltis sem hún varð fyrir og hún segir áherslu á þolendur of mikla. „Í mínu tilfelli gerðu skólayfirvöld í rauninni ekkert. Foreldrar mínir vissu aldrei af eineltinu því að skólinn hringdi aldrei. Það þarf að leggja áherslu á gerendur og vinna með þeim, því þeir eiga oft við stærri vandamál að stríða en þolandinn,“ segir hún. Þær segja mikilvægt að standa með þolendum eineltis og koma þeim sem séu utanveltu inn í hópinn. Þá þurfi að fylgja eineltismálum betur eftir. „Fyrir eina móðgun þá þarftu hundrað hrós þannig að þótt það sé hætt að stríða þér verður þú alltaf með ör á sálinni ef þú hefur lent í einelti,“ segir Valgerður og Kristbjörg tekur undir. „Þetta er bara eins og krumpað blað, þú nærð aldrei að slétta alveg úr því.“
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira