Flugvallarmálið: „Slepjuleg slagorð og ósvífin tilfinningarök“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2013 12:58 Auglýsingaherferð samtakanna Hjartað í Vatnsmýrinni samsett mynd „Það er búið að gera hjartveika akureyska stelpu að „poster-girl“ fyrir því að ef flugvöllurinn fer muni börn deyja. Þetta er ósvífið og ósmekklegt. Þetta er lágkúra í sinni tærustu mynd.“ Svona hefjast bakþankar Halldórs Halldórssonar, sem er betur þekktur undir nafninu Dóri DNA, sem birtust í Fréttablaðinu og hér á Vísi í dag. Samtökin Hjartað í Vatnsmýrinni standa fyrir undirskriftarsöfnun á lending.is þar sem skorað er á stjórnvöld að halda flugvellinum í Vatnsmýrinni. Samtökin standa einnig fyrir auglýsingaherferð þessa dagana þar sem einstaklingar segja reynslusögu sína undir yfirskriftinni „Ég á líf, þökk sé Reykjavíkurflugvelli.“ Hver frásögn endar á að viðkomandi segist vera á lífi vegna nálægðar flugvallarins við Landspítala.Friðrik Pálsson og Halldór Halldórsson.Samsett myndHalldór gagnrýnir harðlega þessi skilaboð. „Þetta eru ósvífin frekjurök, taktlaus áróður. Það er hægt að snúa allri umræðu upp í umræðu um líf og dauða ef maður leyfir svona afleiðurökum og móðursýki að flæða,“ skrifar Halldór og endar greinina á að biðja fólk um að láta ekki „slepjuleg slagorð og ósvífin tilfinningarök ráða för.“ Friðrik Pálsson, formaður samtakanna, segir þessa grein dæma sig sjálfa. „Það að höfundur greinarinnar noti orðið „poster-girl“ finnst mér langt fyrir neðan virðingu hans, að tala svona um stúlkuna sem segir sögu sína. Ég hvet fólk til að lesa greinina. Það mun fjölga stuðningsmönnum okkar og þeim sem skrifa undir söfnunina.“ Friðrik segir baráttuna ekki snúast eingöngu um líf og dauða og tilfinningasemi. „Ég hvet fólk til að skoða heimasíðu samtakanna, þar tíundum við öll þau rök sem við teljum fyrir því að flugvöllurinn eigi að vera í Vatnsmýrinni. Aðstaða sjúkraflugsins er einn af þeim þáttum og mjög mikilvægur.“ Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Það er búið að gera hjartveika akureyska stelpu að „poster-girl“ fyrir því að ef flugvöllurinn fer muni börn deyja. Þetta er ósvífið og ósmekklegt. Þetta er lágkúra í sinni tærustu mynd.“ Svona hefjast bakþankar Halldórs Halldórssonar, sem er betur þekktur undir nafninu Dóri DNA, sem birtust í Fréttablaðinu og hér á Vísi í dag. Samtökin Hjartað í Vatnsmýrinni standa fyrir undirskriftarsöfnun á lending.is þar sem skorað er á stjórnvöld að halda flugvellinum í Vatnsmýrinni. Samtökin standa einnig fyrir auglýsingaherferð þessa dagana þar sem einstaklingar segja reynslusögu sína undir yfirskriftinni „Ég á líf, þökk sé Reykjavíkurflugvelli.“ Hver frásögn endar á að viðkomandi segist vera á lífi vegna nálægðar flugvallarins við Landspítala.Friðrik Pálsson og Halldór Halldórsson.Samsett myndHalldór gagnrýnir harðlega þessi skilaboð. „Þetta eru ósvífin frekjurök, taktlaus áróður. Það er hægt að snúa allri umræðu upp í umræðu um líf og dauða ef maður leyfir svona afleiðurökum og móðursýki að flæða,“ skrifar Halldór og endar greinina á að biðja fólk um að láta ekki „slepjuleg slagorð og ósvífin tilfinningarök ráða för.“ Friðrik Pálsson, formaður samtakanna, segir þessa grein dæma sig sjálfa. „Það að höfundur greinarinnar noti orðið „poster-girl“ finnst mér langt fyrir neðan virðingu hans, að tala svona um stúlkuna sem segir sögu sína. Ég hvet fólk til að lesa greinina. Það mun fjölga stuðningsmönnum okkar og þeim sem skrifa undir söfnunina.“ Friðrik segir baráttuna ekki snúast eingöngu um líf og dauða og tilfinningasemi. „Ég hvet fólk til að skoða heimasíðu samtakanna, þar tíundum við öll þau rök sem við teljum fyrir því að flugvöllurinn eigi að vera í Vatnsmýrinni. Aðstaða sjúkraflugsins er einn af þeim þáttum og mjög mikilvægur.“
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira