Flugvallarmálið: „Slepjuleg slagorð og ósvífin tilfinningarök“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2013 12:58 Auglýsingaherferð samtakanna Hjartað í Vatnsmýrinni samsett mynd „Það er búið að gera hjartveika akureyska stelpu að „poster-girl“ fyrir því að ef flugvöllurinn fer muni börn deyja. Þetta er ósvífið og ósmekklegt. Þetta er lágkúra í sinni tærustu mynd.“ Svona hefjast bakþankar Halldórs Halldórssonar, sem er betur þekktur undir nafninu Dóri DNA, sem birtust í Fréttablaðinu og hér á Vísi í dag. Samtökin Hjartað í Vatnsmýrinni standa fyrir undirskriftarsöfnun á lending.is þar sem skorað er á stjórnvöld að halda flugvellinum í Vatnsmýrinni. Samtökin standa einnig fyrir auglýsingaherferð þessa dagana þar sem einstaklingar segja reynslusögu sína undir yfirskriftinni „Ég á líf, þökk sé Reykjavíkurflugvelli.“ Hver frásögn endar á að viðkomandi segist vera á lífi vegna nálægðar flugvallarins við Landspítala.Friðrik Pálsson og Halldór Halldórsson.Samsett myndHalldór gagnrýnir harðlega þessi skilaboð. „Þetta eru ósvífin frekjurök, taktlaus áróður. Það er hægt að snúa allri umræðu upp í umræðu um líf og dauða ef maður leyfir svona afleiðurökum og móðursýki að flæða,“ skrifar Halldór og endar greinina á að biðja fólk um að láta ekki „slepjuleg slagorð og ósvífin tilfinningarök ráða för.“ Friðrik Pálsson, formaður samtakanna, segir þessa grein dæma sig sjálfa. „Það að höfundur greinarinnar noti orðið „poster-girl“ finnst mér langt fyrir neðan virðingu hans, að tala svona um stúlkuna sem segir sögu sína. Ég hvet fólk til að lesa greinina. Það mun fjölga stuðningsmönnum okkar og þeim sem skrifa undir söfnunina.“ Friðrik segir baráttuna ekki snúast eingöngu um líf og dauða og tilfinningasemi. „Ég hvet fólk til að skoða heimasíðu samtakanna, þar tíundum við öll þau rök sem við teljum fyrir því að flugvöllurinn eigi að vera í Vatnsmýrinni. Aðstaða sjúkraflugsins er einn af þeim þáttum og mjög mikilvægur.“ Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
„Það er búið að gera hjartveika akureyska stelpu að „poster-girl“ fyrir því að ef flugvöllurinn fer muni börn deyja. Þetta er ósvífið og ósmekklegt. Þetta er lágkúra í sinni tærustu mynd.“ Svona hefjast bakþankar Halldórs Halldórssonar, sem er betur þekktur undir nafninu Dóri DNA, sem birtust í Fréttablaðinu og hér á Vísi í dag. Samtökin Hjartað í Vatnsmýrinni standa fyrir undirskriftarsöfnun á lending.is þar sem skorað er á stjórnvöld að halda flugvellinum í Vatnsmýrinni. Samtökin standa einnig fyrir auglýsingaherferð þessa dagana þar sem einstaklingar segja reynslusögu sína undir yfirskriftinni „Ég á líf, þökk sé Reykjavíkurflugvelli.“ Hver frásögn endar á að viðkomandi segist vera á lífi vegna nálægðar flugvallarins við Landspítala.Friðrik Pálsson og Halldór Halldórsson.Samsett myndHalldór gagnrýnir harðlega þessi skilaboð. „Þetta eru ósvífin frekjurök, taktlaus áróður. Það er hægt að snúa allri umræðu upp í umræðu um líf og dauða ef maður leyfir svona afleiðurökum og móðursýki að flæða,“ skrifar Halldór og endar greinina á að biðja fólk um að láta ekki „slepjuleg slagorð og ósvífin tilfinningarök ráða för.“ Friðrik Pálsson, formaður samtakanna, segir þessa grein dæma sig sjálfa. „Það að höfundur greinarinnar noti orðið „poster-girl“ finnst mér langt fyrir neðan virðingu hans, að tala svona um stúlkuna sem segir sögu sína. Ég hvet fólk til að lesa greinina. Það mun fjölga stuðningsmönnum okkar og þeim sem skrifa undir söfnunina.“ Friðrik segir baráttuna ekki snúast eingöngu um líf og dauða og tilfinningasemi. „Ég hvet fólk til að skoða heimasíðu samtakanna, þar tíundum við öll þau rök sem við teljum fyrir því að flugvöllurinn eigi að vera í Vatnsmýrinni. Aðstaða sjúkraflugsins er einn af þeim þáttum og mjög mikilvægur.“
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira