Lífið

Meira af einleikshátíðinni Act Alone - MYNDIR

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Bjartmar Guðlaugsson hélt uppi stuðinu í gær
Bjartmar Guðlaugsson hélt uppi stuðinu í gær
Einleikshátíðinni Act Alone lauk í dag. 

Mörg þekkt andlit létu sjá sig og stigu jafnvel á svið, en gestafjöldinn tvöfaldaðist frá í fyrra.

Um 2,300 sýningargestir létu sjá sig að sögn skipuleggjenda hátíðarinnar.

Björn Hlynur Haraldsson, leikari og leikstjóri, og Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturports, ásamt börnum
Víkingur Kristjánsson setti upp einleikinn Tribbjút í félagsheimilinu í gær og Björn Hlynur Haraldsson leikstýrði.

Víkingur var einstaklega sannfærandi í hlutverki sínu og sýningin stóð upp úr, að margra mati. 

Víkingur Kristjánsson í Tribbjút
Þá skemmti Jóhannes Kristjánsson, eftirherma og skemmtikraftur, gestum í félagsheimilinu í gær á eftir Víkingi.

Jóhannes stóð sig með prýði og áhorfendur skemmtu sér konunglega.

Bjartmar Guðlaugsson steig næstur á svið og flutti tónlist sína sem er flestum Íslendingum góðkunn.

Ágúst Bent, leikstjóri og tónlistarmaður og Bjartmar Guðlaugsson, tónlistarmaður
Sóla sögukona skemmti börnunum
Saga Garðarsdóttur flutti síðan fyrirlestur um heilann í kirkjunni á Suðureyri í dag.

Saga er nýútskrifuð leikkona og stóð ein að verkinu sem vakti mikla lukku.

Hún hefur áður leikið í þáttaseríunni Hæ Gosa en er nú fastráðin við Þjóðleikhúsið og lék meðal annars í Englum Alheimsins á nýliðnu leikári.

Saga Garðarsdóttir að flytja verkið Heilinn, í hjarta sálarinnar
Sigurbjörg Þrastardóttir og Saga Garðarsdóttir
Víkingur Kristjánsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.