Lífið

Stjörnum prýdd afmælisveisla

Leikkonan Jennifer Aniston hélt heljarinnar afmælisveislu fyrir unnusta sinn Justin Theroux um helgina en hann fagnaði 42ja ára afmæli sínu á heimili þeirra í Bel Air.

Gestalistinn var ekker slor en stjörnur á borð við Ben Stiller, Isla Fisher, Sacha Baron Cohen, Ellen DeGeneres, Portia de Rossi, Tobey Maguire og Dax Shepard mættu í herlegheitin.

Ætla að gifta sig á þessu ári.
“Margir af vinum Justins eyddu deginum í húsinu og héngu þeir saman við sundlaugina og héldu upp á daginn. Þetta var afslappaður dagur og fengu þeir sér drykki og hlustuðu á tónlist eftir til dæmis Kanye West og The Kinks,” segir vinur parsins í samtali við Us Weekly.

Ellen og Portia skemmtu sér konunglega í veislunni.
Sacha og Isla mættu líka.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.