Lífið

Hannar handverk heima í stofu

Ása Ottesen skrifar
Erla Gísladóttir hannar fallegt handverk sem hún selur í Hrím
Erla Gísladóttir hannar fallegt handverk sem hún selur í Hrím Mynd/ Valli
Erla Gísladóttir byrjaði að föndra afmælisgjafir sem síðar vöktu lukku hjá Íslendingum og ferðamönnum.

„Mér fannst vanta vandaða íslenska minjagripi í verslanir á Íslandi, sem varð til þess að ég byrjaði að prenta ljósmyndirnar mínar á trékubba og glasamottur," segir Erla.

Fannst vanta vandaðri minjagripi hér á landi

„Mér fannst vanta vandaða íslenska minjagripi í verslanir á Íslandi, sem varð til þess að ég byrjaði að prenta ljósmyndirnar mínar á trékubba og glasamottur," segir áhugaljósmyndarinn, bloggarinn og háskólaneminn Erla Gísladóttir sem hóf nýverið að selja vörur sínar í Hrími hönnunarhúsi á Laugavegi.

„Til að byrja með prentaði ég myndir af fjölskyldumeðlimum á trékubba og gaf þeim í afmælisgjafir. Það var oft mikið hlegið að mér þar sem þetta gekk svolítið brösuglega til að byrja með en í dag eru allir mjög ánægðir með gjafirnar frá mér,“ segir Erla og hlær. Aðspurð segir Erla að henni hafi fundist vöntun á vönduðum og handunnum minjagripum fyrir ferðamenn á Íslandi. 

„Fyrst var ég að hugsa um þetta fyrir ferðamennina en Íslendingar hafa tekið þessu vonum framar“

Erla heldur úti bloggsíðunni erlagísla.com þar sem sköpunargleðin fær útrás. „Ég elska að gera upp gamlar mubblur og á blogginu fæ ég útrás fyrir sköpunargleðinni.  Mér finnst gaman að dunda mér við þetta á kvöldin í stað þess að glápa á sjónvarpið,“ segir Erla sem stefnir á klára listfræði við Háskóla Íslands í vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.