Lífið

Fyrsta Bond-stúlkan heimsótti Ísafjörð

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
K Svava Einarsdóttir fékk mynd af sér með leikkonunni í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
K Svava Einarsdóttir fékk mynd af sér með leikkonunni í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Skemmtiferðaskipið Marco Polo var á Ísafirði um helgina og meðal 850 farþega skipsins var Bond-stúlkan Eunice Gayson, en hún lék í fyrstu tveimur kvikmyndunum um vinsæla spæjarann James Bond.

„Ég var með umsjónarmanni ferða frá skipinu þegar hún labbaði inn á kaffihúsið þar sem við vorum,“ segir K Svava Einarsdóttir ferðamálafræðingur, en hún og Gayson voru formlega kynntar.

„Ég þekkti hana nú ekki í útliti, enda er hún aðeins yngri í James Bond-myndunum, en ég er mikill aðdáandi,“ segir K Svava og bætir því við að hin 85 ára gamla leikkona hefði verið hin hressasta.

„Hún sagði okkur nákvæmlega frá því hvernig var að vinna með Sean Connery. Að hann hefði verið almennilegur og að það hefði verið gaman að vinna með honum.“

Gayson lék Sylviu Trench, kærustu Bonds í myndunum Dr. No og From Russia With Love. Hún kemur fram á undan Ursulu Andress í fyrri myndinni og er því oft sögð vera fyrsta Bond-stúlkan. Upphaflega stóð til að hún léki Miss Moneypenny en það hlutverk féll síðan í skaut Lois Maxwell.

Gayson lék á móti hjartaknúsaranum Sean Connery í fyrstu tveimur myndunum um James Bond.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.