Lífið

Sjónvarpsþáttur Sigga Hlö byrjar á laugardaginn

Ellý Ármanns skrifar
Bullandi vitleysa framundan

„Þetta verður bullandi vitleysa," segir Siggi Hlö útvarpsmaður með meiru um sjónvarpsþættina hans Veistu hver ég var? sem hefja göngu sína næsta laugardag á Stöð2 og það með látum.

Siggi hefur heldur betur slegið í gegn á Bylgjunni með samnefnda útvarpsþætti og nú er komið að því að drengurinn fái að njóta sín á skjánum - og það á hverju laugardagskvöldi.



Smelltu á play-takkann til að horfa að myndbandið hér að ofan.

Jú jú þetta er Guffi

Er þetta ekki Guffi á Gauknum sem er að dansa mér þér í þessu kynningarmyndbandi? „Jú jú þetta er Guffi. Hann verður reyndar ekki í fyrsta þættinum en hann er keppandi. Guffi útskýrir meðal annars verðlag á bjórlíki í gamla daga," svarar Siggi.

Þættirnir hans Sigga hafa heldur betur í slegið í gegn á Bylgjunni.
Nú er bara að kaupa snakkið

„Það verða gestir í sal í svaka stuði og tvö lið sem keppa á setti. Það eru þrír í liði. Spurningar eru frá árunum 1975 - 1990.  Nú er bara að kæla gosið og kaupa snakk og ídýfu,"segir Siggi en aðaláherslan í þáttunum er tónlist og kvikmyndir.

Partýið hans Sigga hefst á Stöð 2 þann 17. ágúst - næsta laugardag.

Upphitun fyrir laugardagskvöldið:












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.