Lífið

Nýtt myndband við lag Ásgeirs Trausta

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Ásgeir Trausti
Ásgeir Trausti
Ásgeir Trausti lauk nýverið tökum á nýju myndbandi við enska útgáfu af laginu Leyndarmál, sem heitir á ensku King and Cross.

Tökurnar fóru allar fram á Arnarstapa á Snæfellsnesi.

Framleiðslufyrirtækið Roadblock Iceland sá um framleiðslu myndbandsins, en að Roadblock koma þær Hrefna Hagalín, Dóra Lena Christians og Sunna Guðrún Pétursdóttir.

Handrit, kvikmyndataka og leikstjórn var í höndum tvíeykisins Árna & Kinski, en þeir hafa meðal annars leikstýrt myndböndum Sigur Rósar, Florence + The Machine og Placebo.

Katrín Gunnarsdóttir sá um kóreografíu en Harpa Einarsdóttir um búninga, hár og förðun.



Dansararnir í myndbandinu eru þau Katrín Gunnarsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Saga Sigurðardóttir og Védís Kjartansdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.