Lífið

Heimsótti Lindsay í meðferð

Leikarinn og leikstjórinn Ben Affleck heimsótti partístelpuna Lindsay Lohan á meðan hún var í þriggja mánaða meðferð á meðferðarstöðinni Cliffside í Malibu.

Ben kom Lindsay á óvart í meðferðinni en tilgangur heimsóknarinnar var að bjóða henni hlutverk í nýjustu mynd sinni, Live by Night. Ben mætti með aðstoðarmann sinn og spjölluðu þau Lindsay saman í klukkutíma um myndina.

Vonandi á batavegi.
“Lindsay var spennt fyrir tækifærinu og sagði mér að hún yrði með dökkt hár í myndinni og myndi tala með írskum hreim. Hún reyndi að sannfæra mig um að hann hefði daðrað við sig en það er bara hennar leið til að upphefja sjálfa sig því hún er athyglissjúk,” segir einn sjúklingur á meðferðarstöðinni við RadarOnline.

Með nýja mynd í bígerð.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.