Lífið

Beðin að deila rúmi með eiganda módelskrifstofu

Ellý Ármanns skrifar
Arna Bára Karlsdóttir,  25 ára, hárgreiðslukona  sem sigraði  nóvemberkeppni  á vegum Playboy sem kallast  Miss Social  í fyrra vetur hafnaði verkefni fyrir Playboy þegar hún áttaði sig á kröfunum sem fylgdu verkefninu. Hún segir okkur einnig frá húðflúri sem hún fékk sér á lífbeinið í gær.

Ógeðfelldar kvaðir fylgdu verkefninu

„Ég á akkúrat að vera að koma heim í dag frá tökum í New York og öðrum borgum. En ég fór ekki út. Það var búið að kaupa fyrir mig 1300 bandaríkjadollara „first class" flug út. En ein takan átti vera fyrir Playboy í Mexíkó. Eigandi módelstofunnar sem sá um flugmiðann minn gaf í skyn að ég ætti að sýna þakklæti þegar ég kæmi út með því að deila með honum rúmi. Þannig að ég ákvað að fara ekki út á þeirra vegum," útskýrir Arna.



„Ég vil ekki komast áfram sem módel með því að ríða mig á toppinn. Ég vil komast þangað vegna þess að ég er flott módel og af því að ég hef unnið hart að því," bætir hún við.

Húðflúrið sem Arna fékk sér í gær.
Lét setja tvo demanta á lífbeinið

„Ég lét setja tvo fjólubláa demanta á lífbeinið. Steinarnir tveir standa saman í pari því það er það sem ég vil í lífinu að vera partur af pari," útskýrir Arna þegar við spyrjum hana um húðflúrið sem skoða má á myndinni hér að ofan.

„Svanur tattú á Tattoo og skart gerði það," svarar Arna Bára spurð um nýja húðflúrið.
Ætlar þú að vinna áfram við svona myndatökur þar sem þú ert léttklædd? „Já. Ég fer eina helgi til Amsterdam í september í myndatöku með fimm „playmates" en það er smá leynd á bak við það verkefni ennþá."

Finnst fátt þægilegra en að ganga um nakin.



Arna Bára er á Facebook






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.