Íslenski boltinn

Gaui Þórðar lýsir bikarúrslitaleiknum á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson. Mynd/Daníel
Það verða Guðmundur Benediktsson og Guðjón Þórðarson sem munu lýsa bikarúrslitaleik Fram og Stjörnunnar sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun.

Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 15.30 með upphitun en leikurinn sjálfur hefst síðan klukkan 16.00.  Fyrir leik fara þeir Reynir Leósson og Hannes Þór Halldórsson fyrrum leikmaður Fram og Stjörnunnar yfir málin en Hannes var einn besti leikmaður bikarúrslitana 2011 og 2012.

Guðmundur og Guðjón hafa unnið bikarinn saman en Guðmundur lék fyrir Guðjón þegar KR vann 2-1 sigur á Fram í bikarúrslitaleiknum árið 1995. Meðal leikmanna Framliðsins í þeim leik var Ríkharður Daðason, núverandi þjálfari liðsins.

Guðjón Þórðarson er konungur bikarkeppninnar á Íslandi en hann hefur unnið bikarinn níu sinnum, fimm sinnum sem leikmaður ÍA og fjórum sinnum sem þjálfari ÍA (1993, 1996) og KR (1994, 1995).

Guðmundur varð þrisvar bikarmeistari á sínum ferli; 1995 og 1999 með KR og síðan 2005 með Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×