Íslenski boltinn

1. deildin: Grindavík og Fjölnir á toppnum

Hjörtur sá rautt í kvöld.
Hjörtur sá rautt í kvöld.
Þremur leikjum af sex í 1. deild karla í dag er lokið. Grindavík og Fjölnir unnu sigra en Víkingur R. og KA fengu stig.

Hrakfarir botnliðs Völsungs héldu áfram er Grindavík vann stórsigur, 1-5, á Húsavík. Gríndavík á toppnum en Völsungur á botninum.

Engin mörk voru skoruð í leik Víkings og KA. Þar bar helst til tíðinda að gamla brýnið Hjörtur Júlíus Hjartarson nældi sér í rautt spjald í uppbótartíma. Fékk þá tvö gul spjöld í röð.

Fjölnir vann flottan útisigur, 1-2, á BÍ/Bolungarvík. Guðmundur Karl Guðmundsson með bæði mörk Fjölnis en Sigurgeir Gíslason skoraði bæði mörk Fjölnis.

Fjölnir er á toppnum með Grindavík en bæði lið hafa fengið 30 stig. Þremur meira en Víkingur og BÍ/Bolungarvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×