Lífið

Björk á fatamarkaði á Prikinu

Kristján Hjálmarsson skrifar
Björk Guðmundsdóttir mætti ásamt vinum sínum í Graduale Nobili kórnum á Prikið til að standa fyrir fatamarkaði.
Björk Guðmundsdóttir mætti ásamt vinum sínum í Graduale Nobili kórnum á Prikið til að standa fyrir fatamarkaði. Mynd/Einkasafn
Björk Guðmundsdóttir tók til hendinni ásamt meðlimum úr Graduale Nobili kórnum sem efndu til fatamarkaðar í portinu á Prikinu í hádeginu.

Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær ákváðu kórfélagar að létta aðeins á fataskápum sínum í fyrra og efndu því til fatamarkaðar. Markaðurinn gekk svo vel að ákveðið var að endurtaka leikinn og slóst Björk í hópinn.

„Við ferðumst heilan helling og kaupum alveg endalaust mikið. Við erum því duglegar að sanka að okkur alltof miklu af fötum," sagði söngkonan Gígja Gylfadóttir, meðlimur í kórnum í samtali við Fréttablaðið. „Við erum ekki bara að selja fatnað heldur líka ýmislegt annað. Ein okkar er að hanna skart og skemmtilega kraga sem hún ætlar að selja.“

Markaðurinn hófst í hádeginu og verður eitthvað fram eftir degi. „Eða eins lengi og við þolum við,“ sagði Gígja og hló.

Graduale Nobili telur 24 meðlimi og hefur kórinn ferðast og starfað með Björk undanfarin þrjú ár. Samstarfi þeirra lýkur í haust og þá taka við ný verkefni hjá kórnum.

„Þetta er búinn að vera alveg ótrúlega skemmtilegur tími. Í haust þurfum við svo að setjast niður og spá í hvað við viljum gera eftir þetta ævintýri,“ sagði Gígja í samtali við Fréttablaðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.