Fótbolti

Falcao blæs á sögusagnir að hann sé á leiðinni frá Monaco

Stefán Árni Pálsson skrifar
Radamel Falcao í leik með Monaco
Radamel Falcao í leik með Monaco mynd / getty images
Knattspyrnumaðurinn Radamel Falcao vísaði alfarið frá þeim sögusögnum að hann væri á leiðinni frá Monaco strax aftur í sumar.

Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Monaco, steig einnig fram á sunnudaginn og vísaði þessum sögusögnum alfarið frá.

Falcao kom til Monaco fyrr í sumar á metfé en allt í einu fóru sögur á kreik að framherjinn væri jafnvel á leiðinni frá klúbbnum strax aftur.

Þessi 27 ára leikmaður  skoraði eitt mark fyrir Monaco um helgina þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Montpellier 4-1.

Fréttir bárust af því að Falcao væri á leiðinni til liðs í ensku úrvalsdeildinni eða þeirra spænsku.

„Þetta er allt rangt,“ sagði Falcao.

„Ég hef trú á Monaco og vill vera þar áfram.“

Leikmaðurinn var keyptur á 60 milljónir evra frá Atletico Madrid í sumar.

„Þetta eru bara sögusagnir  sem eiga ekki við nein rök að styðjast,“ sagði Ranieri, stjóri Monaco.

„Leikmaðurinn er ánægður hjá okkur. Hann eignaðist dóttur í síðustu viku og gæti ekki verið ánægðari.“

Spænska blaðið Marca greindi frá því að leikmaðurinn væri óánægður með laun sín hjá félaginu og vildi fara til Chelsea eða Manchester United, jafnvel Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×