Fótbolti

Arsenal með formlegt tilboð í Cabaye

Stefán Árni Pálsson skrifar
Yohan Cabaye
Yohan Cabaye Mynd / Getty Images
Samkvæmt heimildum Sky Sports hafa forráðamenn Arsenal lagt fram formlegt tilboð í miðjumanninn Yohan Cabaye hjá Newcastle.

Tímabilið byrjaði skelfilega fyrir Arsenal en liðið tapaði 3-1 fyrir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.

Leikurinn fór fram á Emirates-vellinum í London en Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekkert styrkt hópinn hingað til.

Ekki er vitað hversu hátt tilboðið er en líklega þurfa Arsenal-menn að greiða dágóða summu fyrir leikmanninn.

Þessi 27 ára Frakki hefur verið orðaður við frönsku meistarana í Paris Saint Germain í sumar en spurning hvort hann endi í London.

Manchester City og Newcastle mætast í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×