Fótbolti

Kolbeinn orðaður við Arsenal

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hollenskir fjölmiðlar orða landsliðsframherjann Kolbein Sigþórsson við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal.

Kolbeinn skoraði bæði mörk Ajax í 2-1 heimasigri á Feyenoord um helgina. Fyrra mark Kolbeins kom úr vítaspyrnu en það síðara með hörkuskalla. Mörkin má sjá í spilaranum að ofan.

ITV hefur eftir hollenskum miðlum að Kolbeinn sé undir smásjá Arsenal. Lundúnaliðið byrjaði leiktíðina skelfilega með 1-3 tapi á heimavelli gegn Aston Villa. Liðið þarf á liðsstyrk að halda meðal annars í framlínunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×