Innlent

Ekki keyra full

Jakob Bjarnar skrifar
Einar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu varar ökumenn við ölvunarakstri nú í upphafi Verslunarmannahelgar.
Einar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu varar ökumenn við ölvunarakstri nú í upphafi Verslunarmannahelgar.
Nú í aðdraganda verslunarmannahelgarinnar vill Samgöngustofa minna ökumenn á að það tekur langan tíma fyrir áfengi að brotna niður í líkamanum. Algengt er að daginn eftir neyslu áfengis telji menn sig fullfæra um að stjórna ökutæki en við mælingu á áfengismagni kemur annað í ljós. Miðað við tíðni alvarlegra slysa af völdum ölvunaraksturs má ljóst vera að þeir fáu sem taka þá áhættu að aka eftir áfengisneyslu eru í margfalt sinnum meiri lífshættu.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Einar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu sendi í morgun en hann bendir á að um 20 prósent banaslysa eru af völdum ökumanna sem eru undir áhrifum áfengis. Tryggingarfélög eiga endurkröfurétt á hendur ökumanni sem veldur slysi undir áhrifum vímuefna eins og áfengis og magn þess í blóði þarf ekki að ná refsimörkum, það er 0,5 prómill til að hægt sé að gera slíka kröfu á hendur ökumanni. Sé ökumaður valdur af banaslysi undir áhrifum er hann ákærður fyrir  manndráp af gáleysi.

Það borgar sig því að taka enga áhættu eftir neyslu áfengis eða annarra vímuefna hvað akstur varðar, að sögn Einars: Í sumum tilfellum getur þurft að bíða í allt að 18  klukkustundir eða lengur áður en sest er undir stýri eftir áfengisneyslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×