Innlent

Óvíst hvað margir snúa aftur til starfa

Heimir Már Pétursson skrifar
Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun. mynd/gva
Geislafræðingar komu saman til fundar klukkan níu í morgun til að ræða samkomulag sem náðist milli þeirra og yfirstjórnar Landsspítalans um miðnætti í nótt.

Uppsagnir um 40 geislafræðinga tóku engu að síður gildi á miðnætti en þeir eru um tveir þriðju af öllum geislafræðingum sem starfa við spítalann. Ekki verða greidd atkvæði um samkomulagið þar sem kjarasamningur er enn í fullu gildi og ekki er um verkfallsaðgerðir að ræða heldur einstaklingsbundnar uppsagnir.

Það skýrist væntanlega á næstu dögum hversu margir geislafræðingar draga uppsögn sína til baka, en Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga segir mikla reiði ríkja í þeirra röðum.

Starfsemi Landsspítalans mun væntanega raskast eitthvað í dag og jafnvel næstu daga þar til ljóst verður hversu margir geislafræðingar snúa aftur til starfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×