Íslenski boltinn

Missir af FH-leiknum og Þjóðhátíð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
David James í Abu Dhabi í apríl.
David James í Abu Dhabi í apríl. Mynd/Twitter
David James markvörður Eyjamanna verður fjarri góðu gamni þegar ÍBV tekur á móti FH í Pepsi-deild karla á laugardaginn. Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, staðfesti þetta í samtali við Vísi í dag.

James var fyrir löngu búinn að skuldbinda sig í verkefni í heimalandinu yfir Verslunarmannahelgina. Hann er floginn til Englands og er ekki væntanlegur til Eyja á ný fyrr en á mánudaginn.

Upphaflega átti leikur ÍBV og FH að fara fram miðvikdaginn 7. ágúst. Leiknum þurfti hins vegar að flýta vegna árangurs FH í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Guðjón Orri Sigurjónsson mun standa vaktina í markinu í fjarveru James líkt og í Ólafsvík fyrr í sumar. Guðjón Orri hélt hreinu í þeim leik. Hinn 19 ára Halldór Páll Geirsson verður til taks á bekknum en hann fékk félagaskipti úr KFS í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×