Fótbolti

Stjóri FC Ural hættir með liðið sama dag og Sölvi skrifar undir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sölvi Geir við undirskriftina í dag.
Sölvi Geir við undirskriftina í dag. Mynd / Facebook
Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur Sölvi Geir Ottesen skrifað undir tveggja ára samning við rússneska úrvalsdeildarliðið FC Ural og er leikmaðurinn mættur til Rússlands.

Pavel Gusev, knattspyrnustjóri FC Ural, ákvað í dag að hætta með liðið vegna persónulegrar ástæðna sem ekki hefur verið farið nánar útí.

Oleg Vasilenko mun taka við liðinu af Gusev en hann hefur verið aðstoðarmaður stjórans að undanförnu.

Það er því spurning hvort atburðarás dagsins eigi eftir að hafa áhrif á stöðu Íslendingsins hjá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×