Íslenski boltinn

"Menn fara beint af eyjunni ef leikurinn tapast”

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson Mynd / Daníel
„Það ættu í raun öll bæjarfélög að fá heimaleik þegar einhverskonar bæjarhátíð er í gangi. Það má nefna írska daga upp á Skaga í þessu sambandi,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, í viðtali við þá Harmageddon-bræður á útvarpsstöðinni X-977 í gær.

Talið barst fljótlega að ströngum reglum KSÍ varðandi áfengi á vellinum og almennar reglur í kringum knattspyrnuleiki.

„Þetta munar öllu fyrir klúbbana. Stundum er eins og menn mega ekki skemmta sér á vellinum hér á Íslandi. Það hef mikil hefð fyrir knattspyrnuleikjum á Englandi og þar gera menn sér dag í kringum einn leik. Það er farið á barinn fyrir og eftir leik og hlutirnir ræddir ítarlega. Laugardagur er ekkert venjulegur dagur á England, það er bara leikdagur og það snýst allt um viðkomandi leik.“

Leikur ÍBV og FH fer fram á Hásteinsvelli klukkan 14:00 á morgun en um þessa helgi fer fram hin árlega Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Talið er að um 13000 manns verði í bænum á sama tíma og leikurinn fer fram.

„Ég hef engar áhyggjur af framkvæmd leiksins. Við verðum með gríðarlega mikla gæslu á meðan leiknum stendur og síðan fer leikurinn nú fram snemma dags og menn eiga að vera í ágætu standi þá.“

Hásteinsvöllurinn hefur leyfir fyrir 2600 manns á vellinum en mjög líklega verða fleiri áhorendur á leiknum en sá fjöldi.

„Það verður erfitt að vísa fólki frá vellinum en á einhverjum tímapunkti verður að sjálfsögðu orðið uppselt. Ég vona að það verði bara mikil stemmning á vellinum og fólk muni eftir þessum leik.“

Hermann vill ekkert nema sigur í leiknum gegn FH.

„Menn fara ekkert út að skemmta sér ef leikurinn tapast, bara beint af eyjunni og upp í bústað,“ sagði Hermann léttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×