Fótbolti

Sölvi Geir keyptur og sigur í hús

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Pro XI
FC Ural, rússneska liðið sem Sölvi Geir Ottesen gekk til liðs við í vikunni, vann í dag sinn fyrsta sigur í deildinni á tímabilinu.

Liðið vann 2-1 útisigur á botnliði Tom' Tomsk sem situr á botni deildarinnar stigalaust. FC Ural, sem er nýliði í deildinni, hafði aðeins náð einu jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum.

Sölvi Geir gat ekki leikið með FC Ural í dag þar sem hann er ekki kominn með leikheimild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×