Fótbolti

City vann AC Milan í átta marka leik

Stefán Árni Pálsson skrifar
David Silva gerði fínt mark fyrir City í dag.
David Silva gerði fínt mark fyrir City í dag. Mynd / Getty Images
Manchester City vann flottan sigur, 5-3, á AC Milan á Audi Cup æfingamótinu sem fram fer í Þýskalandi þessa dagana.

Leikmenn City gerðu sér lítið fyrir og skoruðu fimm fyrstu mörk leiksins en Edin Dzeko gerði tvo og Aleksandar Kolarov, Micah Richards og David Silva gerðu sitt markið hver. Staðan var því 5-0 eftir 36 mínútur.

Ótrúlegt er að segja frá því að staðan var samt sem áður 5-3 í hálfleik en El Shaarawy Skoraði tvö mörk fyrir AC Milan og Andrea Petagna eitt.

Manchester City var töluvert betri aðilinn í síðari hálfleiknum en ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×