Fótbolti

FC Bayern bar sigur úr býtum gegn Sao Paulo

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mario Mandzukic skoraði fyrir FC Bayern í kvöld
Mario Mandzukic skoraði fyrir FC Bayern í kvöld Mynd / Getty Images
Bayern Munchen bar sigur úr býtum gegn Sao Paulo í undanúrslitum Audi Cup æfingamótsins sem fram fer í Þýskalandi en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna.

Staðan var 0-0 í hálfleik en FC Bayern var mun sterkari aðilinn í þeim síðari eftir að Pep Guardiola, knattspyrnustjóri FC Bayern, gerði breytingar á liði sínu.

Mario Mandzukic skoraði fyrsta mark leiksins og það var síðan Mitchell Weiser sem innsiglaði sigrinum fyrir heimamenn.

Sao Paulo misnotaði vítaspyrnu í leiknum en markvörður liðsins tók spyrnuna. FC Bayern mætir því Manchester City í úrslitum mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×