Innlent

Fimmtán ára varð fyrir árás

Ökumenn voru stöðvaðir í Hafnarfirði, Grafarholti og í Austurborginni, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Ökumenn voru stöðvaðir í Hafnarfirði, Grafarholti og í Austurborginni, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Mynd úr safni.
Lögreglunni í Reykjavík var tilkynnt um að fimmtán ára drengur hefði orðið fyrir líkamsárás á Lækjartorgi um klukkan hálfellefu í gærkvöldi. Hann var kominn til síns heima þegar tilkynningin barst og var gerandinn farinn af vettvangi. Árásarþolinn ætlaði að leita sér aðstoðar á slysadeild Landspítalans. Málið er í rannsókn.

Ökumenn voru stöðvaðir í Hafnarfirði, Grafarholti og í Austurborginni, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá var mikið um tilkynningar um hávaða vegna skemmtanahalds í heimahúsum og töluvert um slagsmál og óróa í miðborginni seinni hluta nætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×