Innlent

Drukkinn skipstjóri færður til hafnar

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mynd/landhelgisgæslan
„Snemma í morgun vöknuðu grunsemdir um að skipstjóri fiskibáts á vestfjarðarmiðum væri ölvaður en skipið var þá statt út af Ísafjarðardjúpi,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, sem verið var að búa í eftirlitsflug hélt þegar á staðinn auk þess sem nærstatt varðskip var sent áleiðis á vettvang.

Stýrimaður þyrlunnar fór um borð í bátinn ásamt lögreglu og reyndist grunurinn á rökum reistur. Auk þess voru skráðir áhafnarmeðlimir ekki um borð. Stýrimaður þyrlunnar tók yfir stjórn bátsins og sigldi hinum til Bolungarvíkur.

Um það leiti sem komið var með bátinn til Bolungarvíkur var þyrlan kölluð að slysi sem var í Skagafirði um hádegisbil og er hún í því verkefni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×