Innlent

Einn meiddur eftir flugóhapp á Keflavíkurflugvelli

Vél af gerðinni Sukhoi Superjet 100.
Vél af gerðinni Sukhoi Superjet 100. mynd/getty
Óhapp varð á Keflavíkurflugvelli snemma í morgun þegar hjól á lítilli þotu fóru ekki niður við lendingu. Þotan, sem er af gerðinni Sukhoi SuperJet-100, brotlenti því. Hún magalenti og rann til á brautinni. Fimm manns voru um borð og fluttu brunavarnir Suðurnesja einn á sjúkrahús. Hann er ekki talinn vera mikið slasaður. Sjálf þotan er rússnesk og var flugáhöfnin skipuð Rússum.

Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs var kallað út vegna óhappsins. Vélin er nokkuð löskuð og er annar hreyfill hennar brotinn. Ekki er vitað til þess að olía hafi lekið úr vélinni.

Flugmálastjórn fer með rannsókn málsins í samstarfi við lögregluna á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum frá brunavörnum Suðurnesja verður vélin ekki færð á næstu klukkutímum eða ekki fyrr en vettvangsrannsókn lýkur.

Sukhoi SupetJet-100 þoturnar hafa verið í æfingarflugi við Keflavíkurflugvöll síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×