Innlent

Nefbrotinn í annarlegu ástandi

mynd úr safni
Tilkynnt var um líkamsárás í miðborginni um klukkan hálffimm í nótt. Maður var sleginn í andlitið og fluttur með lögreglubifreið á slysadeild Landspítalans. Talið er að hann sé nefbrotinn en var maðurinn í svo annarlegu ástandi að ekkert var hægt að gera fyrir hann að svo stöddu. Því var ákveðið að vista hann í fangageymslu þar til ástand hans lagaðist.

Einn var handtekinn í Breiðholti vegna innbrots í bifreið. Hann var í annarlegu ástandi inni í bifreiðinni og var vistaður í fangageymslu þar til hægt væri að ræða við hann.

Ökumenn voru stöðvaðar í Hafnarfirði og í Austurborg Reykjavíkur, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þá var að sögn lögreglu mikið um tilkynningar vegna ölvunar og hávaða í heimahúsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×