Innlent

Vill leggja íþróttadeild RÚV niður

Jakob Bjarnar skrifar
Rökin fyrir tilvist Ríkisútvarps á markaði eru léleg og lúin og er rekstur íþróttadeildar þar skýrt dæmi um að stofnunin er komin langt út fyrir skilgreint hlutverk.
Rökin fyrir tilvist Ríkisútvarps á markaði eru léleg og lúin og er rekstur íþróttadeildar þar skýrt dæmi um að stofnunin er komin langt út fyrir skilgreint hlutverk.
Brynjar Níelsson alþingismaður hefur undanfarna daga lýst yfir þeirri skoðun sinni, við ýmis tækifæri, að endurskilgreina þurfi stöðu Ríkisútvarpsins á markaði. Hann telur stofnunina ekki þjóna neinu hlutverki í nútímanum, þar sem aðgengi að upplýsingum og menningu er ótakmarkað með netinu. Brynjar telur varðstöðu um RÚV ohf byggja á vana því engin rök hafi hann fengið fyrir því hvers vegna stofnunin eigi að vera við lýði í nútíma samfélagi.

"Stjórnvöld gera í sjálfu sér ekkert nema vilji sé til þess. Ég er að reyna að efla þessa umræðu. En, auðvitað munar meðalfjölskyldu um 80 þúsund krónur á ári."

Brynjar segir stofnuna ekki eiga að vera heilaga. Um þetta verði vitaskuld að vera sátt. Ef menn vilji sturta fé í þetta þá verði svo að vera. En, Brynjar segir rökin sem menn höfðu fyrir tilvist Ríkisútvarps í gamla daga, þau að stofnunin þjóni öryggis- og menningarhlutverki, séu lúin - þær forsendur hafa gerbreyst með nýrri upplýsingatækni og upplýsingamiðlun.

Brynjar sér fyrir sér millileik sem gæti falist í því að starfsemin verði endurskilgreind og skorin niður, þá við rekstur fréttastofu og að halda megi Rás eitt. Þetta gæti kostað einn milljarð en ekki vel á fjórða milljarð eins og raunin er nú. Sem eru miklir peningar fyrir 320 þúsund manna þjóð.

"RÚV hefur til dæmis ekkert með íþróttadeild að gera," segir Brynjar: Íþróttadeildin er kristaltært dæmi um að RÚV sem stofnun sé komin langt út fyrir skilgreint hlutverk sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×