Innlent

Ísland mátti synja Vítisengli um landgöngu

EES ríki hafa heimild til þess að synja ríkisborgara frá öðru EES-ríki um landgöngu með skírskotun til allsherjarreglu og/eða almannaöryggis en viðkomandi stjórnvöld verða að tryggja að nægileg sönnunargögn séu um að veruleg ógn stafi af viðkomandi.

Þetta er niðurstaða EFTA-dómstólsins í máli sem sprottið var af því að norskum Vítisengli var synjað um landgöngu á Íslandi.

Íslensk stjórnvöld synjuðu Jan Anfinn Wahl um landgöngu hinn  5. febrúar 2010. Ákvörðunin var einkum reist á „opnu hættumati" ríkislögreglustjóra sem varðaði hlutverk mannsins í tengslum við fyrirhugaða inngöngu íslensks vélhjólaklúbbs Vítsengla sem tengsl hefðu við skipulagða glæpastarfsemi.

Með dómnum sem féll í morgun veitti EFTA-dósmtóllinn ráðgefandi álit um spurningar frá Hæstarétti Íslands þar sem óskað var álits á því hvernig túlka bæri 7. gr. EES- samningsins og 27. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins um rétt borgara sambandsins og aðstandenda þeirra til frjálsrar farar og dvalar á yfirráðasvæði aðildarríkjanna.

Auk þeirrar niðurstöðu að EES-ríkjum er heimilt að synja ríkisborgurum annarra EES-ríkja um landgöngu er  ekki skylt að lýsa tiltekin samtök og aðild að þeim ólögmæta í því skyni að synja meðlimum samtakanna um landgöngu, samkvæmt dómi EFTA-dómstólsins.

Hins vegar verður EES-ríki á hinn bóginn að hafa afmarkað afstöðu sína til starfsemi þeirra samtaka sem um ræðir með skýrum hætti og að hafa gripið til stjórnvaldsathafna í því skyni að vinna gegn starfseminni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×