Ákveða framtíð rannsóknar efnahagsbrota Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. júlí 2013 18:30 Saksóknari efnahagsbrota? Með einfaldri lagabreytingu væri hægt að breyta embætti sérstaks saksóknara í saksóknara efnahagsbrota. Unnið er að því að finna lausn á framtíðarskipan rannsóknar efnahagsbrota í landinu. Meðal þess sem verið er að skoða er ný stofnun að norskri fyrirmynd sem tæki við af embætti sérstaks saksóknara þegar sú stofnun líður undir lok. Samkvæmt lögum um embætti sérstaks saksóknara gat innanríkisráðherra eftir 1. janúar á þessu ári lagt til að embættið yrði lagt niður að fengnu áliti ríkissaksóknara, en ráðherra hefði samt þurft að leggja fram lagafrumvarp þess efnis. Til stendur að embætti sérstaks saksóknara starfi út næsta ár og hefur það í raun fjármuni til þess. Það veltur hins vegar á fjárlögum næsta árs, sem lögð verða fram í haust, hversu mikið fjármagn embættið fær til ráðstöfunar á árinu 2014 en embættið á jafnframt ónýttar fjárheimildir sem flytjast mili ára. Embættið á því að starfa út árið 2014 en hvert fyrirkomulag rannsóknar efnahagsbrota verður eftir það liggur ekki fyrir. Sérstök nefnd á vegum innanríkisráðuneytisins skipuð þeim Bryndísi Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra, Gunnlaugi Geirssyni, lögfræðingi í ráðuneytinu og Sigurði Tómasi Magnússyni, fyrrverandi héraðsdómara, hefur undanfarið ár unnið að tillögum um framtíðarskipan rannsóknar efnahagsbrota. Sigurður Tómas er formaður nefndarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur nefndin meðal annars skoðað hvort fýsilegt sé að leggja til sérstaka stofnun efnahagsbrota og hefur verið horft til Økokrim í Noregi í því samhengi. Økokrim sem hefur verið starfrækt með góðum árangri frá árinu 1989. Í raun gæti þessi nýja stofnun tekið við af embætti sérstaks saksóknara og þyrfti ekki annað en einfalda lagabreytingu til þar sem embætti sérstaks saksóknara er svipað upp byggt og Økokrim. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa jafnframt verið skoðaðir kostir þess að færa verkefni skattrannsóknarstjóra til hinnar nýju stofnunar, ef hún verður að veruleika, en hvaða leið verður farin er á endanum ákvörðun ráðherra. Þess skal getið að þetta fyrirkomulag með rannsókn skattalagabrota er til staðar hjá bæði Ekobrottsmyndigheten í Svíþjóð og Økokrim í Noregi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er vinna nefndarinnar langt komin og á hún að skila tillögum til innanríkisráðherra í lok ágúst næstkomandi. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Unnið er að því að finna lausn á framtíðarskipan rannsóknar efnahagsbrota í landinu. Meðal þess sem verið er að skoða er ný stofnun að norskri fyrirmynd sem tæki við af embætti sérstaks saksóknara þegar sú stofnun líður undir lok. Samkvæmt lögum um embætti sérstaks saksóknara gat innanríkisráðherra eftir 1. janúar á þessu ári lagt til að embættið yrði lagt niður að fengnu áliti ríkissaksóknara, en ráðherra hefði samt þurft að leggja fram lagafrumvarp þess efnis. Til stendur að embætti sérstaks saksóknara starfi út næsta ár og hefur það í raun fjármuni til þess. Það veltur hins vegar á fjárlögum næsta árs, sem lögð verða fram í haust, hversu mikið fjármagn embættið fær til ráðstöfunar á árinu 2014 en embættið á jafnframt ónýttar fjárheimildir sem flytjast mili ára. Embættið á því að starfa út árið 2014 en hvert fyrirkomulag rannsóknar efnahagsbrota verður eftir það liggur ekki fyrir. Sérstök nefnd á vegum innanríkisráðuneytisins skipuð þeim Bryndísi Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra, Gunnlaugi Geirssyni, lögfræðingi í ráðuneytinu og Sigurði Tómasi Magnússyni, fyrrverandi héraðsdómara, hefur undanfarið ár unnið að tillögum um framtíðarskipan rannsóknar efnahagsbrota. Sigurður Tómas er formaður nefndarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur nefndin meðal annars skoðað hvort fýsilegt sé að leggja til sérstaka stofnun efnahagsbrota og hefur verið horft til Økokrim í Noregi í því samhengi. Økokrim sem hefur verið starfrækt með góðum árangri frá árinu 1989. Í raun gæti þessi nýja stofnun tekið við af embætti sérstaks saksóknara og þyrfti ekki annað en einfalda lagabreytingu til þar sem embætti sérstaks saksóknara er svipað upp byggt og Økokrim. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa jafnframt verið skoðaðir kostir þess að færa verkefni skattrannsóknarstjóra til hinnar nýju stofnunar, ef hún verður að veruleika, en hvaða leið verður farin er á endanum ákvörðun ráðherra. Þess skal getið að þetta fyrirkomulag með rannsókn skattalagabrota er til staðar hjá bæði Ekobrottsmyndigheten í Svíþjóð og Økokrim í Noregi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er vinna nefndarinnar langt komin og á hún að skila tillögum til innanríkisráðherra í lok ágúst næstkomandi.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira