Innlent

Óeirðir í Kairó

Jakob Bjarnar skrifar
Hundrað manns hafa farist í mótmælum frá því Mursi var settur af 3. júlí.
Hundrað manns hafa farist í mótmælum frá því Mursi var settur af 3. júlí.
Einn var drepinn og 15 manns slösuðust þegar ráðist var gegn stuðningsmönnum hins afsetta forseta Mohamed Mursi sem safnast höfðu saman við háskólann í Kairó nú snemma í morgun.

Lögreglan skaut táragasi á mannfjöldann en fjöldi bíla á svæðinu var eyðilagður og lagður að þeim eldur. Að sögn lögreglu sló í brýnu milli stuðningsmanna Mursi og íbúa á staðnum. Í gær lést einn í átökum og 20 slösuðust í átökum í miðborg Kairó. Alls hafa 100 manns fallið í átökum í Egyptalandi eftir að Mursi var steypt af stóli 3. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×