Innlent

Mannfjöldi á Ísafirði tvöfaldast

Gissur Sigurðsson skrifar
Glæsiskipið Queen Elisabeth komið til Ísafjarðar.
Glæsiskipið Queen Elisabeth komið til Ísafjarðar.
Glæsiskipið Queen Elizabeth lagðist við bryggju á Ísafirði á áttunda tímanum í morgun, með tvö þúsund farþega um borð og á annað þúsund manns í áhöfn.

Það lætur því nærri að fólksfjöldinn á Ísafirði tvöfaldist í dag, en þar er nú hæglætis veður og að létta til eftir dumbung undanfarinna daga. Queen Elizabeth er þriðja skemmtiferðaskipið af ellefu, sem er væntanlegt er til Ísafjarðar á ellelfu dögum. 32 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar í fyrrasumar með 31 þúsund farþega, nú stefnir í að skipunum fjölgi upp í 38 með 40 þúsund farþega og nú þegar stefnir í að farþegafjöldinn næsta sumar verði 43 þúsund, sem er fjögun um 12 þúsund á aðeins tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×