Auglýsing vekur sterk viðbrögð Boði Logason skrifar 23. júlí 2013 13:11 Arnar Helgi segir að auglýsingin hafi fengið sterk viðbrögð síðustu klukkutíma. „Við erum ótrúlega sáttir með viðtökurnar, síðast þegar ég athugaði þá voru 18 þúsund manns búnir að horfa á auglýsinga frá því í morgun,“ segir Arnar Helgi Hlynsson, einn af eigendum Tjarnargötunnar sem gerði auglýsingu í samstarfi við Samgöngustofu og Símann.Auglýsingin hefur vakið sterk viðbrögð, þá ekki síst á samskiptasíðunni Facebook. Markmið hennar er að vekja athygli á því að tala í síma undir stýri, sem og að senda SMS eða vafra á heimasíðum. Það er óhætt að segja að auglýsingin sé mjög óhefðbundin. Áður en horft er á hana þarf áhorfandinn að setja inn símanúmerið sitt og tengja sig í gegnum Facebook. Og þá byrjar ballið. Áhorfandinn er allt í einu orðinn þátttakandi í miðjum bíltúr með ímyndaðri persónu sem heitir Áróra Guðmundsdóttir. Áhorfandinn fær SMS frá henni, símtal og myndir af sér á símanum hennar. Arnar Helgi segir að hugmyndin að auglýsingunni hafi komið fyrir einu og hálfu ári. „Það var svo í lok síðasta árs sem við fórum af stað með þetta. Þetta hefur ekki verið gert áður í sömu auglýsingu, það er að segja tengingin við Facebook, SMS og símtal,“ segir hann. Síðustu mánuði hafa Tjarnargatan, Síminn og Samgöngustofa unnið að baki brotnu við að hanna auglýsinguna. „Það var svolítil vinna að fá þetta allt til að virka, það voru mörg forrit notuð. Við ákváðum strax að hafa þetta sem raunverulegast, og að persónugera auglýsinguna - okkur fannst það mjög mikilvægt,“ segir hann. „Þetta er líka mjög gott málefni og ég held að fólk átti sig ekki almennilega á því þegar það skoðar símann sinn undir stýri. Maður þekkir það sjálfur,“ segir hann.Auglýsinguna má prófa, eða taka þátt í, á síðunni Höldumfókus.is Og hér horfa má á Stefán Eiríksson, lögreglustjóra, Einar Magnús Magnússon, kynningarstjóra Samgöngustofu, og Gunnhildi Örnu, upplýsingafulltrúa Símans, ræða um átakið Höldum Fókus. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
„Við erum ótrúlega sáttir með viðtökurnar, síðast þegar ég athugaði þá voru 18 þúsund manns búnir að horfa á auglýsinga frá því í morgun,“ segir Arnar Helgi Hlynsson, einn af eigendum Tjarnargötunnar sem gerði auglýsingu í samstarfi við Samgöngustofu og Símann.Auglýsingin hefur vakið sterk viðbrögð, þá ekki síst á samskiptasíðunni Facebook. Markmið hennar er að vekja athygli á því að tala í síma undir stýri, sem og að senda SMS eða vafra á heimasíðum. Það er óhætt að segja að auglýsingin sé mjög óhefðbundin. Áður en horft er á hana þarf áhorfandinn að setja inn símanúmerið sitt og tengja sig í gegnum Facebook. Og þá byrjar ballið. Áhorfandinn er allt í einu orðinn þátttakandi í miðjum bíltúr með ímyndaðri persónu sem heitir Áróra Guðmundsdóttir. Áhorfandinn fær SMS frá henni, símtal og myndir af sér á símanum hennar. Arnar Helgi segir að hugmyndin að auglýsingunni hafi komið fyrir einu og hálfu ári. „Það var svo í lok síðasta árs sem við fórum af stað með þetta. Þetta hefur ekki verið gert áður í sömu auglýsingu, það er að segja tengingin við Facebook, SMS og símtal,“ segir hann. Síðustu mánuði hafa Tjarnargatan, Síminn og Samgöngustofa unnið að baki brotnu við að hanna auglýsinguna. „Það var svolítil vinna að fá þetta allt til að virka, það voru mörg forrit notuð. Við ákváðum strax að hafa þetta sem raunverulegast, og að persónugera auglýsinguna - okkur fannst það mjög mikilvægt,“ segir hann. „Þetta er líka mjög gott málefni og ég held að fólk átti sig ekki almennilega á því þegar það skoðar símann sinn undir stýri. Maður þekkir það sjálfur,“ segir hann.Auglýsinguna má prófa, eða taka þátt í, á síðunni Höldumfókus.is Og hér horfa má á Stefán Eiríksson, lögreglustjóra, Einar Magnús Magnússon, kynningarstjóra Samgöngustofu, og Gunnhildi Örnu, upplýsingafulltrúa Símans, ræða um átakið Höldum Fókus.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira