Innlent

Reynt að flytja vélina frá brautarenda

Boði Logason skrifar
„Við vitum ekki nákvæmlega hversu miklar skemmdirnar eru.“
„Við vitum ekki nákvæmlega hversu miklar skemmdirnar eru.“
Verið er að skipuleggja flutning á Sukoi SuperJet-100 farþegaþotunni sem hlekktist á í lendingu á Keflavíkurflugvelli á sunnadagsmorgun.

Ragnar Guðmundsson yfirmaður rannsóknar slyssins hér á landi var á vettvangi þegar fréttastofa náði á hann í morgun. Hann segir að nú séu menn undirbúa að færa flugvélina frá brautarenda yfir á stæði.

„Ég hef ekki trú á því að það verði gert í dag, þetta er töluverð aðgerð. Eigandi vélarinnar þarf svo að taka ákvörðun um það hvernig verður komið að þessu. Það er verið að skoða þann búnað sem er til hérna,“ segir hann.

Er vélin ónýt? Verður hægt að gera við hana hér á landi og fljúga henni af landi brott?

„Ég get bara ekki sagt til um það. Það á bæði eftir að meta skemmdirnar og lyfta vélinni. Við vitum ekki nákvæmlega hversu miklar skemmdirnar eru. Og það er eitthvað sem eigandinn þarf að segja frá, frekar en ég,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×