Innlent

Mótorhjólamaður slapp á undraverðan hátt

Gissur Sigurðsson skrifar
Mótorhjólamaður var heppinn þegar hann féll á vegi í Öxnadal í nótt.
Mótorhjólamaður var heppinn þegar hann féll á vegi í Öxnadal í nótt.
Ökumaður bifhjóls slapp ótrúlega vel, að sögn lögreglu, þegar hann féll á veginn efst í Öxnadal um klukkan eitt í nótt, og rann tugi metra til móts við bíla, sem komu úr gagnstæðri átt.

Þoka var á vettavangi og var hann nýbúinn að mæta bíl, þegar hann sá skyndilega kind á miðjum veginum. Hann nauðhemlaði og sveigði frá henni, en við það féll hann í götuna og rann eftir henni. Hjólið sjálft rann 40 metrum lengra en hann sjálfur.

Í sama vettvangi komu tveir bílar úr gagnstæðri átt, en þar sem þeir óku rólega vegna þokunnar tókst ökumönnum þeirra að forðast árekstur við hjólið og manninn. Maðurinn, sem var vel búinn, var allur lemstraður en með fullri meðvitund eftir slysið. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar og rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×