Fótbolti

Ronaldo handleggsbraut 11 ára dreng

Stefán Árni Pálsson skrifar
Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo varð fyrir því óláni að handabrjóta 11 ára dreng í æfingaleik gegn Bornemouth um síðustu helgi.

Ronaldo tók aukaspyrnu töluvert fyrir utan vítateig sem fór rétt yfir markið, en með fyrrgreindum afleiðingum.

Drengurinn heitir Charlie Silverwood og er ungur stuðningsmaður Bornemouth. Forráðamenn Bournemouth voru ekki að bregðast við og fékk drengurinn að gjöf treyju frá Real Madrid árituð af öllum leikmönnum liðsins.

Charlie var langt frá því að vera ósáttur við þá gjöf og talaði um að ekki væri hægt að brjóta á sér höndina á betri hátt.

Hér að ofan má sjá myndband af atvikinu sem og viðtali við drenginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×