Íslensk kona á hlýrabol felldi varaborgarstjóra í Serbíu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 25. júlí 2013 08:00 Myndin af Erlu Durr Magnúsdóttur sem ungmennasamtök birtu á fésbókinni og hreyfði við varaborgarstjóra Krusevac. Eftir vel heppnaða kynningu á EVS (European Voluntary Service) fyrir ungmennasamtök í serbnesku borginni í Krusevac í síðustu viku upplifði Erla Durr Magnúsdóttir óskemmtilegt atvik. Á Facebook-síðu ungmennasamtakanna var mynd af Erlu á hlýrabol í sumarhitanum. Það fór fyrir brjóstið á Slobodanka Miladinovic, varaborgarstjóra Krusevac. „Hún er í flokki sem er mjög á móti Evrópusambandinu og fannst hún sjá þarna leik á borði og setti inn afar illkvittna athugasemd,“ segir Erla. Sagði Slobodanka að íslenska fegurðardísin væri aldeilis til marks um allt hið fagra sem kemur úr Evrópusambandinu eða hitt þó heldur. Reyndar væri hún eins og paprikutínslukona úr nágrenni borgarinnar. Ungmennasamtökin sem Erla Durr vinnur fyrir í Belgrad, sem og nær öll serbneska þjóðin, brugðust harkalega við. „Þetta var tekið fyrir í einu af stærstu dagblöðum landsins og svo í ríkissjónvarpinu og allir fordæmdu þetta,“ rifjar Erla upp.Slobodanka Miladinovic, varaborgarstjóri Krusevac.„Ég hef líka fengið um fjörutíu pósta frá Serbum sem ég þekki ekki neitt þar sem þeir biðjast forláts fyrir hönd landa síns. Tveir af þeim eru reyndar búsettir á Íslandi. Ég var afar sorgmædd yfir þessu máli fyrst en ég er nú að vinna að mannréttindamálum hér þannig að fljótlega sá ég að þarna var komið rakið dæmi til að láta svona framkomu ekki líðast.“ Má segja að framferði Erlu sé nú orðið að skólabókadæmi um heppnaða baráttu fyrir bættu samfélagi. Málið fór svo hátt að borgarstjórinn í Krusevac, Bratislav Bata Gasic, sá sig nauðbeygðan til að ganga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar. Erla segir að varaborgarstjórinn hafi hins vegar komið sér hjá því en hann lét nægja að lýsa yfir vonbrigðum með að málið hafi orðið svo fyrirferðamikið og afvegaleitt. Síðasta mánudag var henni ekki stætt lengur í embætti svo hún sagði af sér. „Ég var mjög ánægð,“ segir Erla. „Þarna var reitt hátt til höggs. Ég er sjálfboðaliði svo það er ekki eins og ég eigi að vera í kjól og hvítu. Hún er hins vegar opinber persóna sem ætti að taka sér alla þá landa sína til fyrirmyndar sem ofbauð framkoma hennar. Eins hefði hún mátt vita að Ísland er ekki í Evrópusambandinu eins og hún sagði í athugasemdinni. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Eftir vel heppnaða kynningu á EVS (European Voluntary Service) fyrir ungmennasamtök í serbnesku borginni í Krusevac í síðustu viku upplifði Erla Durr Magnúsdóttir óskemmtilegt atvik. Á Facebook-síðu ungmennasamtakanna var mynd af Erlu á hlýrabol í sumarhitanum. Það fór fyrir brjóstið á Slobodanka Miladinovic, varaborgarstjóra Krusevac. „Hún er í flokki sem er mjög á móti Evrópusambandinu og fannst hún sjá þarna leik á borði og setti inn afar illkvittna athugasemd,“ segir Erla. Sagði Slobodanka að íslenska fegurðardísin væri aldeilis til marks um allt hið fagra sem kemur úr Evrópusambandinu eða hitt þó heldur. Reyndar væri hún eins og paprikutínslukona úr nágrenni borgarinnar. Ungmennasamtökin sem Erla Durr vinnur fyrir í Belgrad, sem og nær öll serbneska þjóðin, brugðust harkalega við. „Þetta var tekið fyrir í einu af stærstu dagblöðum landsins og svo í ríkissjónvarpinu og allir fordæmdu þetta,“ rifjar Erla upp.Slobodanka Miladinovic, varaborgarstjóri Krusevac.„Ég hef líka fengið um fjörutíu pósta frá Serbum sem ég þekki ekki neitt þar sem þeir biðjast forláts fyrir hönd landa síns. Tveir af þeim eru reyndar búsettir á Íslandi. Ég var afar sorgmædd yfir þessu máli fyrst en ég er nú að vinna að mannréttindamálum hér þannig að fljótlega sá ég að þarna var komið rakið dæmi til að láta svona framkomu ekki líðast.“ Má segja að framferði Erlu sé nú orðið að skólabókadæmi um heppnaða baráttu fyrir bættu samfélagi. Málið fór svo hátt að borgarstjórinn í Krusevac, Bratislav Bata Gasic, sá sig nauðbeygðan til að ganga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar. Erla segir að varaborgarstjórinn hafi hins vegar komið sér hjá því en hann lét nægja að lýsa yfir vonbrigðum með að málið hafi orðið svo fyrirferðamikið og afvegaleitt. Síðasta mánudag var henni ekki stætt lengur í embætti svo hún sagði af sér. „Ég var mjög ánægð,“ segir Erla. „Þarna var reitt hátt til höggs. Ég er sjálfboðaliði svo það er ekki eins og ég eigi að vera í kjól og hvítu. Hún er hins vegar opinber persóna sem ætti að taka sér alla þá landa sína til fyrirmyndar sem ofbauð framkoma hennar. Eins hefði hún mátt vita að Ísland er ekki í Evrópusambandinu eins og hún sagði í athugasemdinni.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira